Í Flóanum |
||
Færslur: 2018 Janúar28.01.2018 08:53TungumálaörðuleikarÉg hef aldrei verið góður í tungumálum og má segja að það jaðri við fötlun. Þegar ég var í skóla voru mínar einkunnir lægstar í ensku og dönsku. Eftir að ég hættti skólagöngu hefur það ekki batnað og ég á í erfileikum með að skilja bæði talað og ritað mál t.d. bara á ensku. Ég verð hinsvegar var við það að börn í dag læra ensku svo til samhliða móðurmálinu sínu. Ég hef getað leiað til barnabarna minnar ef ég er í erfileikum með að skilja eða tjá mig á ensku. Þau, sum hver bara ný byrjuð í grunnskóla, eru ekki í erfileikum með hvorki að skilja eða tala ensku ef á reynir. Það er frábært og mun án efa gagnast þeim í framtíðinni. Hins vegar er ég alveg búinn að átta mig á því að ef ekki er unnið markvist og meðvitað í því að varðveita íslenska tungu sem lifandi tungumál mun hún láta undan og hverfa á tiltölulega skömmum tíma. Mér finndist það nú menningarlegur skaði fyrir heimsbyggðina ef það gerist og ég held að fleiri séu mér sammála um það. Það væri hinsvegar kannski praktískara að allir töluðu sama tungumálið sem gæti t.d. heitið "alheimska". Allir myndu skilja alla og allir tungumálaörðuleikar úr sögunni. Það hefur sjáfsagt lengi fylgt manninum allskonar erfileikar með að skilja framandi þjóðir Eins að koma einhverju á framfæri við aðra sem erfitt er að skilja. Allslags miskilningur og vandræði er hægt að rekja til tungumálaerfileika öldum saman Tveir menn hér í Flóanum, þeir Valdi kjaftur í Efri-Gróf (Þorvaldur Gunnlaugsson 1762-eftir 1835) og Markús í Traustholtshólma (Markús Þorvaldsson 1754-1821) lentu heldur betur í vandræðum einhverntíman seint á 18. öld. Þá hugðust þeir vekja upp draug í gamla kirkjugarðinum í Villingaholti af sjóreknum manni sem átti að færa þeim auðæfi af hafsbotni. Svo illa tókst til að upp kom danskur matsveinn af stríðsskipinu Gothenborg sem farist hafði á Hafnarskeiði árið 1718. Mannbjörg varð að mestu en skipverjum, sem voru um 170, var komið fyrir á bæjum bæði við Faxaflóa og á Suðurlandi. Þeir voru misjafnlega á sig komnir og lifðu sumir ekki lengi eftir volkið. Þessi danski matsveinn verslaðist upp og dó á einhverjum bæ hér í Flóanum og var jarðaður í Villingaholti. Það var svo komð fyrir þeim félögum Valda kjaft og Markúsi eins og mér að þeir voru lélegir í dönsku. Þessi uppvakti danski matsveinn kunni heldur ekkert í íslenksku þannig að þeir skildu aldrei hvorn annan. Þeir gátu því enga stjórn náð á draugnum og varð nú Markús orðinn hræddur. Tók hann á rás út úr kirkjugarðinum. Þegar hann var að fara út um sáluhliðið benti Valdi draugnum á eftir honum. Sagt er að þessi draugur hafi síðan fylgt Markúsi og afkomendum hans. Var síðar kenndur við Leirubakka á Landi en hann mun hafa fylgd dóttur Markúsar sem þar bjó. Aðrar sögur segja reyndar að prestur hafi verið fengin til að kveða drauginn niður. Man ég vel eftir hellu einni sem Draugahella heitir á eða við hólinn þar sem gamli bærinn í Villingaholti og kirkjugarðurinn var forðum. Þar var mér sagt að Gothenborgardraugurinn hafi verið kveðinn niður og þessari hellu komið fyrir og vissara að hreyfa hana ekki. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is