Í Flóanum

03.06.2010 07:55

Fjör í Flóanum

Um síðustu helgi var haldinn hér í sveit hátíðin "Fjör í Flóanum.  Félagsheimilin í Flóahreppi hafa haldið þessa hátíð síðast liðin fimm ár um mánaðarmótin maí/júní. Þátttaka og fjöldi gesta hefur verið vaxandi ár frá ári og sýnist mér að þetta sé viðburður sem komi til með að vera hér árlega áfram. Tilgangur með svona hátíð er kannski tvíþættur. Annars vegar að kynna þá starfssemi og þjónustu sem hér er boðið upp á. Hinsvegar að íbúar sveitarfélagsins geri sér dagamun saman í upphafi sumars.

Þeir viðburðir á hátíðinni sem ég kom á voru vel sóttir og mér skilst að svo hafi verið með flest atriði hátíðarinnar. Veðrið var með eindæmum gott og er það ótvíræður kostur á svona hátíð. Á föstudeginum var ég viðstaddur opnunnar atriði hátíðarinnar í Þjórsárveri. Þar var búið að setja upp heilmikla sýningu á verkum nemenda í Flóaskóla auk þess voru sýnd atriði úr söngleikum  "Grease" sem nemendur sýndu með eftirminnanlegum hætti fyrr í vetur. Á föstudagskvöldið stóð Umf. Vaka fyrir kvöldvöku á íþróttavellinum við Þjórsárver þar sem fjölmenni var. Auk þess sem grillað var saman, flutti Leikdeild Umf. Vöku leikþáttinn "Ýsa varð það heillin" og keppt var í reiptogi.....  Man ekki allveg hvernig það endaði. emoticon

Á laugardeginum var opið hús í nýbyggingunni við Flóaskóla þar sem ég fyrir hönd sveitastjórnar, Gestur í Smíðanda fyrir hönd verktakans  og Kristín skólastjóri tókum á móti gestum og sýndum þeim bygginguna. Skólinn bauð upp á kaffisopa í anddyri nýbyggingarinnar og smákökur voru í boði 8. bekkinga. Nokkur fjöldi gesta kom og fannst mér fólki lítast vel á hvernig til er að takast með þessa byggingu og almenn ánæga með þær breytingar sem hér er verið að gera á starfsemi skólanns. Á laugardagskvöldið var kvöld- og kosningavaka í Þingborg.

Á sunnudeginum kom ég m.a. á fjölskylduskemmtun í Félagslundi sem var mjög vel sótt. Lögð var áhersla á að vera með dagskrá fyrir börn og sá ég ekki betur en heimsókn þeirra "Skoppu og Skrítu" hafi líkað vel í þeim aldurshóp.

Vil ég þakka rekstrarstjórn og húsvörðum félagsheimilanna fyrir vel skipulagða hátíð og skemmtunina um helgina.
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 131573
Samtals gestir: 24121
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 05:06:15
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar