Í Flóanum

22.06.2010 07:48

Sumarsólstöður

Nú er bjartasti tími ársins. Nóttin er björt og veðrið undanfarna daga hefur einkennst að mikilli blíðu. Ég mæli með því að hluti af svona nóttum sé tekin í útreiðar. Ég held að tvegga tíma útreiðartúr á þessu  tíma jafnist á við fjögurra tíma svefn.

Þórarinn bróðir sem býr í Hafnafirði  kom hér í gærkvöldi og gerðum við það eina gáfulega í stöðunni. Við ásamt Jóni í Lyngholti lögðum á gæðingana og riðum út í kvöldblíðunni í Flóanum. 

Við létum auðvita besta og viljugasta hrossið undir gestinn.  Fyrir rúmlega þrjátíu árum þegar við Þórarinn vorum báðir ennþá yngri en við erum núna keyptum við sitt hvort merfolaldið frá Laugardælum. Þórarinn vann sem  fjósamaður í Laugardælum á sumrin þegar hann var í menntaskóla. Eitthvað fór hann á hestbak á þessum árum og fékk áhuga á að rækta hross. Með það í huga gekkst hann fyrir því að við keyptum þessi folöld haustið 1978.
 
Undan annarri þessarri meri hafa fæðst hér nokkur folöld í gegnum tíðina. Þessi hryssa sem Þórainn fékk svo  lánaða hér  í gærkvöldi er síðan út af henni komin og einnig grárri hryssu sem hann átti hér áður fyrr.  Það má því sega að nú fyrst hafi hann nýtt sér afrakstus þeirra rætkunnar sem hann lagði grunn að fyrir 32 árum síðan. 

Þó Þórarinn sé kannski ekki allveg í toppþjálfun sem knapi þessi misserin gaf hann okkur Jóni ekkert eftir í útreiðunum. Eftir rúmlega tvegga tíma útreiðatúr hvaddi hann okkur aftur og hélt endurnærður aftur í Hafnafjörðinn. Aðspurður sagðist hann ekki hafa neina trú á því að hann yrði með harðsperrur í dag.... emoticon

Flettingar í dag: 1388
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 697
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 137481
Samtals gestir: 25181
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 21:21:13
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar