Í Flóanum |
||
29.10.2010 07:18TónahátíðFélagsheimilin í Flóahreppi standa fyrir Tónahátíð í félagsheimilunum nú í október. Tónahátíðin saman stendur af þremur tónleikum sem haldir eru til skiptist í öllum félagsheimilunum. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Þingborg í byrjun mánaðarins eða þann 2.okt. Þar mættu þeir kappar Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson og skemmtu fólki með söng og gamanmálum. Aðsókn var ágæt og undirtektir góðar. Þann 15.okt voru í Þjórsárveri haldir tónleikar með Hjaltested/Íslandi dúettinum. Dúettin skipa þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran sem er sonardóttir Sigurveigar Hjalested söngkonu og Stefán Helgi Stefánsson sem er langafabarn Stefáns Íslandi óperusöngvara. Þau fluttu vandaða söngskrá við undirleik Ólafs B Ólafssonar. Meðal annars fluttu þau lagið "Flóahreppur" en lag og texti er eftir Ólaf. Að loknum tónleikunum stjórnaði Ólafur fjöldasöng og spilaði undir á harmonikku. Um 50 manns sóttu þessa tónleika og nokkur fjöldi gestanna skemmti sér með söng fram á nótt. Í kvöld 29.okt verða svo í Félagslundi tónleikar með Benny Crespo´s. Þetta band er skipað þeim Helga Rúnari, Magnúsi Öder, Bassa Ólafssyni og Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur sem er betur þekkt yndir nafninu Lay Law. Þau verða með sitt hljóðkerfi og ýmsan ljósabúnað og bjóða upp á rafmagnað kvöld með ljósadýrð. Helgi Valur trúbador mun hita upp. Það er ástæða til að þakka rekstrarstjórn og húsvörðum félagsheimilanna fyrir metnaðarfulla dagskrá á þessari Tónahátíð. Ég skemmti mér vel á þessum tveimur tónleikum sem búnir eru og ætla ekki að missa af tónleikunum í kvöld. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is