Í Flóanum |
||
14.03.2011 22:46Eitt árNú er ár liðið frá því að ég tók upp á því að skrifa á þessa heimasíðu hugleiðinga mínar. Ég veit svo sem lítið um það hverjir lesa þetta eða hvað þeim finnst þessum sem kíkja hér inn. Enda skiptir það kannski ekki öllu máli. Ég treysti því að þeim sem líkar þetta illa eða finnst þetta leiðinlegt sleppi því að erga sig á þessu með því að lesa það. Það eru ekki margir sem látið hafa álit sitt í ljós en þó hefur það komið fyrir. Það er helst Bjarni í Gróf sem hefur gert það og þá reyndar oftast til þess að skamma sveitarstjórnina. Ég vil nú sérstaklega þakka Bjarna fyrir þetta sem og öðrum sem hafa sett fram sitt álit á síðunni. Mér hefur fundist áhugaverðara að skrifa á síðuna þegar maður fær álit hvort sem menn eru mér sammála eða ekki. Ég á alveg eins von á því að ég haldi áfram að skrifa hér þegar og það sem mér dettur í hug.
Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is