Í Flóanum |
||
30.04.2011 07:38Suðurland...hvorki meira né minna.Það er alveg ljóst að ef íslendingar ætla að vinna sig út úr þeirri kreppu sem nú herjar verður að nýta eitthvað af þeim tækifæri sem fyrir hendi eru til atvinnuuppbyggingar. Ef ætlunin er að minnka atvinnuleysi og auka tekjur í þjóðfélaginu aftur er lykilatriði að snúa sér að því verkefni. Þá er nauðsynlegt að halda sér við raunhæfar áætlanir og hugsa til einhverra framtíðar í þeim efnum Hér á suðurlandi eru tækifærin mörg og margvísleg. Samband sveitarfélaga á Suðurlandi ásamt Atvinnuþróunnarfélagi Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands stóðu fyriri atvinnu- og orkumálaráðstefnu á Hótel Selfoss í gær. Ráðstefnan var haldinn undir heitinu "Suðurland - hvorki meira né minna- " Þar var reynt að draga fram eitthvað af þeim fjölmörgu tækifærum sem hér eru í aukinni atvinnuuppbyggingu. Á ráðstefnunni var fjallað um málaflokkana; orkumál, ferðaþjónustu, skapandi greinar og matvælaframleiðslu. Fram kom, sem er mikilvægt að gera sér grein fyrir, að uppbygging í einni grein útlokar ekki annað og í mörgum tilfellum skapar uppbygging í einni frekar tækifæri í annarri grein. T.d. var á ráðstefnunni bent á að þau tækifæri sem helst blasa við í ferðaþjónustu tengjast þeirri fjölbreyttu matvælaframleiðslu sem er fyrir hendi og hægt að byggja hér upp. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is