Í Flóanum

24.06.2011 11:03

Jónsmessa

Í dag er Jónsmessa í hin magnaða Jónsmessunótt var s.l.nótt. Nú er bjartasti tími ársins og líkar mér það vel. Þó eru tilfinningarnar aðeins blendnar því nú tekur daginn aftur að stytta og fyrr en varir er komið haust aftur. Samt sem áður er ekki ástæða til þess að láta það trufla sig við að njóta sumarsins og birtunnar.  emoticon

Á Vísindavefnum segir þetta um Jónsmessunótt:
 "Jónsmessunóttin er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú sem taldar eru hvað magnaðastar og þá geta alls kyns dularfullir hlutir gerst. Hinar næturnar eru allar í skammdeginu: Jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp ýmiss konar náttúrusteinar sem geta komið að góðu gagni. Þá má einnig finna ýmis nýtileg grös.Það er algengur hugsunarháttur í þjóðtrú að sé farið út fyrir það sem myndar einhverja heild skapist hættuástand; alls kyns öfl, bæði góð og ill, leysist úr læðingi eða hlutir öðlist sérstaka eiginleika. Þetta á til dæmis við þegar einu ferli lýkur og annað tekur við. Þegar einum degi lýkur og annar hefst, klukkan tólf á miðnætti, fara hin myrku öfl á stjá; hið sama gerist þegar árinu lýkur, á nýársnótt og þegar sólin nær hápunkti á hringferli sínum á Jónsmessunni. Eitt af því sem magnast upp og öðlast sérstakan lækningamátt á Jónsmessunóttinni er döggin. Þess vegna er það gömul trú að mjög heilnæmt sé að velta sér nakinn upp úr dögginni þessa nótt. Geri menn það batna þeim allir sjúkdómar og þeim verður ekki misdægurt næsta árið á eftir"

Ég lét það nú alveg vera að velta mér upp úr dögginni í nótt. Mér fannst tíma mínum betur varið í annað enda nóg að gera í sveitinni á þessum tíma. Þó heyskapur sé ekki byrjaður hér á bæ er ekki um neinn verkefaskort að ræða. Sumir dagar fara reyndar líka í fundahöld ýmiskonar.

Í gær byrjaði ég daginn að loknum morgunmjöltum á skipulagsnefndarfundi upp á Laugarvatni kl 9:00. Ég varð að fara þaðan um hálf ellefu því ég þurfti að mæta í Reykjavík kl. 12:30. Þaðan fór ég beint austur aftur og var mættu á fund á Hellu með þjónusturáði um málefni fatlaðra á Suðurlandi kl. 13:00. Var komin heim aftur seinnipart dags og að loknum kvöldmjöltum var ágætt að taka nokkra tíma í girðingavinnu í kvöldblíðunni. emoticon

Á Suðurlandi er ýmislegt um að vera þessa björtustu helgi ársins og full ástæða til að hvetja fólk til þess að taka þátt og njóta þess sem upp á er boðið. Hér í kring má nefna að í Hveragerði er blóma- og garðykjusýningin "Blóm í bæ" með dagskrá sem stendur yfir alla helgina. Á Eyrabakka er Jónsmessuhátið á morgun. Á Selfossi er landsmót fornbílaklúbbsins um helgina og bíladelludagurinn er á sunnudaginn.

Sjálfum fínnst mér viturlegast ef tækifæri gefst, að leggja á gæðingana og taka góðan útreiðatúr í bjartri sumarnóttinni. emoticon

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131468
Samtals gestir: 24090
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 11:58:42
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar