Í Flóanum

07.08.2011 07:23

Á fjöllum

Ég hef gaman af því að ferðast um landið og alltaf áhugavert að koma á staði sem maður hefur ekki komið á áður. Sem betur fer hef ég haft tækifæri til þess í gegnum tíðina og hef ég komið í flestar sveitir á Íslandi. Þó er það svo að víða eru staðir þar sem maður á eftir að koma og sumir ekki svo langt frá Flóanum. emoticon

Ég skrapp inn á Hrunamannaafrétt seinnipartinn í gær en þangað hef ég ekki komið áður. Fór með hest fyrir Jón í Lyngholti í Svínárnes og sótti annan sem heltist hjá honum. Jón er þarna í nokkra daga hestaferðalagi í góðra vina hópi.

Það var skemmtilegt að keyra þarna inneftir í glaða sólskini og góðri fjallasýn. Það var glatt yfir ferðamönnunum enda varla annað hægt á hestbaki í rjómablíðu á fjöllum. emoticon 
 
Nú er bara spurning hvort maður lætur verða af því að skella sér á fjall í haust. emoticon  


Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131472
Samtals gestir: 24091
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:23:57
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar