Í Flóanum

20.11.2011 07:13

Steypudagur

Það var steypudagur hér á föstudaginn. Þá var ráðist í að leggja í gólfið á verkstæðinu. Það er liður í heilmiklum framkvæmdum sem þeir Sigmar og Kristinn hafa unnið að á síðustu mánuðum.







Eins og á alvöru steypudögum dreyf að mannskap og gekk verkið bæði fljótt og vel. Það er nú reyndar þannig með gólfsteypu og þegar búið er að leggja út steypuna er verkið rétt að byrja. Í gær og í nótt hafa þeir félagar unnið í þvi að slípa steypuna jafnóðum og hún hefur verið að þorna. Nú er komið hér hið glæsilegasta gólf. emoticon
Flettingar í dag: 399
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 285103
Samtals gestir: 44348
Tölur uppfærðar: 15.7.2025 10:20:38
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar