Í Flóanum |
||
22.12.2011 07:17VetrarsólstöðurVetrarsólstöður munu hafa verið núna rétt áðan og í dag er styðsti sólargangur á þessum vetri. Nú tekur daginn að lengja aftur og finnst mér full ástæða til þess að fagna því. Hefðbundinn verkefni á þesssum árstíma hjá sveitarstjórn er að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Síðasti fundur sveitarstjórnar á þessu ári var í gær. Fundurinn var frekar stuttur en helsta verkefnið var að taka seinni umræðu um fjárhagsáætlunina og afgreiða hana. Vegna þess hve veðurútlit var slæmt og mikil hálka á vegum í Flóanum var fundinum flýtt um 4 tíma. Hann byrjaði kl. 16:00 en ekki kl 20:00 eins og ráðgert var. Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða. Gert er ráð fyrir rúmlega 11 milljóna afgangi af rekstri á næsta ári. Fyrirhugaðar eru fjárfestingar fyrir rúmlega 30 milljónir sem er fyrst og fremst vegna húsnæðis fyrir leikskólann.
Skrifað af as Flettingar í dag: 124 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 253 Gestir í gær: 101 Samtals flettingar: 191459 Samtals gestir: 34023 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 13:34:11 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is