Í Flóanum |
||
21.01.2012 07:45iðnaðarsalt og iðnaðarbrjóstÞað hefur töluvert verið fjallað um salt í fjölmiðlun að undanförnu. Ástæðan er að hér á landi hefur verið selt salt til matvælaframleiðslu sem ekki er ætlað til slíkra nota. Þó þetta salt hafi verið hér á boðstólum svo árum skipti og rannsókn sýni að lítill sem enginn munur er á þessu salti og salti því sem sem ætlað er fyrir malvæli er það að sjálfsögðu ekki ásættanlegt. Íslendingar hafa verið og eru að byggja upp mikinn eftirlitsiðnað með öllu mögulegu og ómögulegu. Það er ekki alltaf sem maður skilur áherslurnar í þessu eftirliti öllu. Skýringarnar sem maður helst fær að verið sé að innleiða reglur frá evrópusambandinu. Fjölmiðar hafa, í þessu máli eins og mörgum öðrum, ekki endilega kappkostað að vera upplýsandi um málið. Það er farið hamförum í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum án þess að manni virðist að þeir viti almennilega um hvað verið er að fjalla. Iðnaðarsalt getur orðið að götusalti og enginn svo sem veit eða reynir að upplýsa hvað verið er að tala um.
Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is