Í Flóanum |
||
30.03.2012 07:20Björt framtíðÉg hef áður sagt frá því hér á síðunni að fátt finnst mér meira gefandi en fylgjast með unga fólkinu hér í sveit standa sig vel. Það er nefnilega bráð nausynlegt fyrir geðheilsuna að hafa trú á framtíðinni. Að hafa trú á framtíðinni gefur þessu lífi fyrst og fremst gildi. Nemendur 1. til 7. bekkjar Flóaskóla héldu árshátíð sína á miðvikudaginn. Eins og fyrri daginn var ekki ráðist á garðin þar sem hann er lægstur. Söngleikurinn Ávaxtakarfan var tekinn til sýningar. Útkoman var stórglæsileg. Allir nemendur skólans í þessum bekkjum tóku þátt í verkefninu. Það er magnað að koma á hverju ári á þessar skólaskemmtanir og sjá þau leika og syngja heilu söngleikina. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is