Í Flóanum |
||
20.04.2012 07:24Gleðilegt sumarÍ tilefni þess að í gær var sumardagurinn fyrsti voru heyvinnutækin tekin til kostana seinnipartinn í gær. Ekki var það nú svo, þrátt fyrir að það vorar snemma, að hér væri kominn slægja á túninn. Hér var frekar um það að ræða að verið var að klára heyskapinn frá því í fyrra sumar. ![]() Hálmurinn á kornökrunum, sem aldrei var hægt að þurrka í haust, var nú orðinn brauðþurr og því tímabært að taka hann saman. Það mátti ekki seinna vera því nú er nauðsynlegt að fara að vinna akrana og sá til uppskeru á þessu ári. Annars var hér haldið upp á sumarkomuna með hefðbundnum hætti. Umf. Vaka stóð að vanda fyrir viðavangshlaupi á Þjórsárbökkum. Íbúar, bæði fyrrverandi og núverandi, úr gamla Villingholtshreppnum fjölmenntu eins og svo oft áður. Yngstu þátttakendur voru á fyrsta ári en sá elsti áttræður. Alls held ég að þátttakendur hafi verið hátt 60 sem fóru þennan rúma kílómetra saman í vorblíðunni í gær. Ég tók að sjálfsögðu þátt í hlaupinu. Það gerðu einnig flest mín barnabörn og slógst ég í för með þeim yngsta, honum Hrafnkatli í Jaðarkoti. Hann var gaf ekkert eftir í sínu fyrsta hlaupi á sumardagin fyrsta og ég hef trú á að þetta hafi ekki verið það síðasta hjá honum. Sigurverarar í víðavangshlaupinu voru þau frændsystkini frá vesturbænum í Kolsholti. Í kvennaflokki Sólveig Larsen og í karlaflokki Þorgils Kári Sigurðsson. Glæsilegur árangur hjá þessu unga íþróttafólki og óska ég þeim til hamingju með það. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is