Í Flóanum |
||
30.08.2012 07:15Háin og byggiðÍ þessari viku hefur veðrið verið þurrt en kalt. Það er norðanátt. Þó hér hafi varla frosið sem heitið getur er jörð loðhrímuð núna í morgunsárið. Höfuðdagur var í gær og nokkuð ljóst að nú fer að hausta. Hér á bæ höfum við verið að keppast við að ná hánni. Þó heymagnið sé kannski ekki mikið af seinni slætti í ár er þetta nokkurn vegin jafn mikil vinna og áður. Á þriðjudag var full hvasst og lítð hægt að hreyfa hey. Eitthvað fauk út í veður og vind eftir þvi sem heyið þornaði meira en það reyndar slapp nú að mestu. Ég var svo megnið af deginum í gær að raka saman. Það flýtti ekki fyrir að það sprakk á rakstaravélinni í miðgum klíðum. ![]() Þetta er nú reyndar bara smá blettur sem eftir er og sýnist mér að það ætti að nást núna þegar tekur af undir hádegi. Verður þá lokið heyskap á þessu sumri hér á bæ. Í kvöld er svo spáð að hann fari í austan átt og rigningu. Kornsláttur er hafinn í Flóanum á fullu. Búið er að þreska á nokkrum bæjum og skilst mér að uppskera sé yfirleitt góð. Sigmar og Kristinn tóku þreskivélina í heilmikla yfirhalningu áður en byrjað var. Skipt var um flesta legur í vélinni og hún yfirfarin að öllu leiti. En miklu máli skiptir að þessar vélar séu í lagi þá fáu daga á ári sem verið er að nota þær. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is