Í Flóanum

05.11.2012 07:17

Bræðurnir í Jaðarkoti

Þeir bræður í Jaðarkoti Arnór Leví (5ára) og Hrafnkell Hilmar (bráðum 2 ára) sonarsynir mínir eru atorkusamir piltar. Þeir fylgdu mér í mínum verkum, eins og svo oft áður, um helgina. Engum okkar leiddist það. Foreldrar þeirra og systir eyddu helgini í höfuðstaðnum en þeir bræður voru í góðu yfirlæti hér í Flóanum og lágu ekki á liði sínu.

Það er ekki þeirra stíll að vera með fyrirgang, hávaða eða læti. En báðir hafa þeir brennandi áhuga á að taka til hendinu með manni. Þeir eiga það sammerkt að vera einbeittir í því sem þeir taka sér fyrir hendur.



Sá eldri er nú orðin töluvert sjóaður í hinum ýmsu verkum enda búinn að ávinna sér heilmikla reynslu í gegnum árin. Sá yngri vill nú lítið gefa honum eftir og leggur sig allan fram. Hann tekur stóra bróður sinn til fyrirmyndar og tileinkar sér öll þau vinnubrögð sem hann sér hann taka sér fyrir hendur.



Þeir tóku sig til í gærmorgun og stunduðu vegabætur að krafti. Eftir rokið undanfarna daga var gott að geta verið úti og puða um stund.


Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131517
Samtals gestir: 24106
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:54:53
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar