Í Flóanum

06.02.2013 07:28

"....Aggaggagg sagði tófan í Koti..."

Hér í Flóahreppi erum við ekki í vandræðum með að komast á Þorrablót. Nánast allar helgar á Þorranum eru haldin þorrablót í sveitinni og eru þau hvert öðru fjölsóttari og skemmtilegri. Stundum hefur maður farið á nokkur sama árið en í flestum tilfellum lætur maður sér nægja að mæta á þorrablótið í Þjorsárveri. Þar hef ég mætt á hverju ári allt frá því maður var rúmlega fermdur.

Það var um síðustu helgi sem blótið í Þjórsárveri var haldið og að vanda var um góða skemmtun að ræða. Þorrablótsnefndin, sem samanstóð af íbúum í vestasta hluta af gamla Villingaholsthreppum, bauð upp á ljúffengan þorramat, frábæra skemmtidagskrá og fjörugan dansleik.

Allt frá því að ég kom fyrst á þessar skemmtanir finnst mér, á hverju ári, skemmtiatriðin toppa allt það sem gert hefur verið áður og þannig var það einnig nú í ár. Dagskráin stóð saman af leikþáttum og söngvum á frumsömdum textum ásamt því að myndband með "fréttaþætti" úr sveitinni var sýnt á tjaldi.  

Ýmislegt var tekið fyrir úr mannlífinu í sveitinni. M.a.var kvartað sáran yfir því að oddvitinn í Flóahreppi tækist aldrei að gera neinn skandal sem nota mætti í efni á þorrablót. Einnig þótti sjálfsagt mál að skjóta á utanlansferð kvennfélagsins og hin geðþekki flóttamaður Matthías Máni birtist ítrekað í hinum ýmsu atriðum án þess að nokkur maður tæki eftir honum.

Ýmislegt annað var tekið fyrir með skírskotun til atburða og fólks í Flóahreppum. Það þótti t.d. við hæfi að yrkja heilan brag ( lag: Siggi var úti.. ) og setja upp leikþátt um hildarleik sem átti sér stað hér í sveit í vor og ég sagði frá hér á síðunni. Lágfóta ()

Um leið og bragurinn var sunginn birtust á sviðinu helstu persónur þessa dramatíska atburðar. Einnig komu þar fram lambær og ýmis kennileiti og gróður sem við átti til þess að túlka framgang sögunnar. Eins og í raunveruleikanum endaði sagan svo með voðveiglegum hætti. 

            "      ................................
            Aggaggagg sagði tófan í Koti
            Á hábjörtum vordegi varð fyrir skoti 
            aumingja tófan hún komst aldrei heim."





Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar