Í Flóanum |
||
14.04.2014 07:56HestafjörHún var stórglæsileg sýningin sem Æskulýðsnefnd Hestamannfélagsins Sleipnis var með í reiðhöllinni á Selfossi í gær. Það er til fyrirmyndar þegar hestamannfélög, sem og önnur íþróttafélög, leggja rækt við æskulýðsstarfið.
Það gefur starfsemi félaganna margfalt gildi og þeir aðilar sem standa að æskulýðsstarfi, í hvaða félagi sem er, eiga mikið hrós skiliið. Hjá Sleipni er starfandi virk æskulýðsnefnd sem heldur uppi gríðalega öflugri starfsemi.
Stór hópur barna og ungmenna hefur verið á námskeiðum hjá félaginu í vetur. Í gær var svo hestasýningin "Hestafjör 2014" þar sem sýningahópar frá félaginu sýndu ásamt ýmsum gestum.
![]() Meðal gesta var fimleikaflokkur frá Hvammstanga sem sýndi listir sínar Systkinin Kolbrún Katla og Hjalti Geir í Lyngholti voru einnig meðal þátttakenda. Hér fer Hjalti ríðandi á Undra fremstur í sínum sýningaflokki í gerfi " Zorró" Kolbrún tók þátt í fánareið við setningu sýningarinnar. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is