Í Flóanum

05.06.2016 21:37

Íris Harpa

Það var hátíð í Gamla bænum í austurbænum í Kolsholti  í gær. Séra Sveinn Valgeirsson var hér mættur til að skíra litlu dótturdóttur mína. Allt hennar nánasta fólk var viðstatt þessa athöfn og allir í hátíðarskapi. Skýrnarvottar voru, Kolbrún amma litlu stúlkunnar og Jón Valgeir í Lyngholti. 

Íris Harpa Kristinsdóttir er hennar fallega nafn.



Þetta er nú reyndar ekki í fyrst skipti sem séra Sveinn kemur hér í þessum embættisverkum. Hann hefur nú skírt fimm barnabörn mín á rúmlega fimm árum. Rakel Ýr () Steinunn Lilja () Ásta Björg og Hrafnkell Hilmar ()



Þau settust öll örskots stund niður með prestinum í gær þegar búið var að skíra og ræddu málin eins og fólk gerir í góðum veislum.
Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131487
Samtals gestir: 24096
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:57:22
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar