Í Flóanum |
||
18.04.2013 07:21ÍbúafundurÍ kvöld verður íbúafundur í Þingborg þar sem álitsgerð um starfsaðstöðu leikskólans Krakkaborgar í Flóahreppi verður kynnt. ( \files\Alitsgerd A4 (5).pdf ) Álitsgerð þessi er unnin af Trausta Þorsteinsssyni og Hólmfríði Árnadóttur. í henni er leitast við að svara spurningunni: Er hagkvæmt, rekstrarlega og faglega, að færa leikskóla Flóahrepps, Krakkaborg, í húsnæði Flóaskóla grunnskóla Flóahrepps. Ég vil eindregið hvetja alla íbúa Flóahrepps til mæta á fundinn í kvöld. Það er mjög mikilvægt að íbúar kynni sér þesssi mál vel og taki svo þátt í fyrirhugaðri skoðannakönnun sem fram fer samhliða Alþingiskosningunum 27. apríl n.k um framtíðarstaðsetnigu leikskólans. Eins og fram hefur komið hér á síðunni hafa þessi mál verið til skoðunnar hér í sveit undanfarin misseri.( Minnisblað um leikskóla () ). Það sem mér finnst áhugaverðast í þessari vinnu er að ítrekað hefur verið bent á það að gera megi ráð fyrir bæði rekstrarhagræðingu og faglegum ávinningi með flutningi Krakkaborgar í Flóaskóla. Það byggir auðvita á því að í Flóaskóla er nægt húsrúm fyrir báða skólana jafnvel þó nemendum fjölgi á næstu árum. Annað sem skiptir einnig höfuðmáli er, að ef farið verður í slíkar breytingar þá verði unnið að þeim þannig af fræðsluyfirvöldum í sveitinni, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólanna beggja að öll tækifæri til eflingar á skólastarfi og aukinni fagmensku verði nýtt til hins ítrasta.. Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is