Í Flóanum |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2012 Október28.10.2012 07:10Í steypuvinnu með forsetanumÁ föstudaginn var hornsteinn Búðarhálsvirkjunnar lagður. Ég þáði boð ásamt fleiri sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélögunum við þjórsá að vera viðstaddur. Eins og hefð er um virkjanir Landsvirkjunnar þá sá forseti Ísland um verkið. Fjölmennni var við athöfnina og ávörp voru flutt af ráðherrum ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunnar fólki. Almenn ánægja og sátt er um þassa virkjun. Ekki þarf að efast um að þessi framkvæmd hefur tölverð jákvæð áhrif á atvinnuástand í þjóðfélaginu í dag. Þarna eru við störf u.þ.b. 300 manns og er þetta stæðsta einstaka framkvæmdin sem í gangi er um þessa mundir í þjóðfélaginu. Verkinu á að ljúka árið 2014. Um hagkvæman virkjanakost er að ræða, sem mun skila þessari þjóð arði á komandi árum. Til þess er tekið að fjármögnun gekk, til þess að gera, vel þrátt fyrir þá kreppu sem hér er og gríðalegar skuldir sem á þjóðinni hvílir. Það er einmitt sönnun þess hvernig nýting á þeim miklu auðlindum sem við eigum getur verið og er lykill að því að því að við vinnum okkur út úr kreppunni. Raforkuframleiðsla úr fallvötnum og háhitasvæðum er einn af þeim möguleikum sem við höfum. Mikilvægt er samt að skynsamlega sé unnið úr þeim kostum sem þar eru og menn gái vel að sér í þessum efnum. Vinna við rammaáætlun um nýtingu jarðvarma og fallvatna í landinu hefur verið í gangi á annan áratug. Núverandi ríkisstjórn tók þá ákvörðun, í upphafi kjörtímabilsins, að flýta vinnu við gerð áætlunnar og miða ákvarðnir um virkjanir við niðurstöður úr þeirri vinnu. Því miður hefur ríkisstjórni ekki staðið við þau fyrirheit. Allt frá því að verkefnastjórn rammáætlunnar skilaði af sér í júní 2011 hefur markvisst verði unnið þannig að upphafleg markmið áætlunnnar, um að skapa einhverja sátt um nýtingu og vernd, eru að engu gerð. Ráðuneyti ríkisstjórnarinnar færa sífellt fleiri virkjanakosti í s.k. biðflokk. Reynt er að fresta ákvörðun sem mest. Finnst mér það skjóta nokkuð skökku við að þeir virkjanakostir sem mest er vitað um og mesta upplýsingar liggja fyrir um eru settar í biðflokk. Aðrir virkjanakostir sem nánast lítið eru kannaðir en hafa síður verið í umfjöllum eru aftur á móti hiklaust látir standa eftir í nýtingaflokk. Alþingi er nú með til meðferðar tillögu Umhverfis- og auðlindaráðherra um rammaáætlunina. Þar hafa einstaka þingmenn stjónarflokkanna beitt sér með þeim hætti að þeir virðast lítinn áhuga hafa á að velta fyrir sér áhrifum þeirra virkjanakosta sem verið er að fjalla um hverju sinni. Þess í stað ala þeir á tortryggni gagnvart ýmsum öðrum sem að þessari vinnu hafa komið og reyna að fremsta megni að drepa málinu enn frekar á dreif. Ég hef það orðið á tilfinningunni að hjá sumum innan ríkistjórnarflokkanna hafi aldrei verið nein meining að freista þess að ná sátt um vernd og orkunýtingu landsvæða. Sú ókvörðun að fallast á að bíða eftir vinnu við rammáætlunina hafi aðeins verið leið til þess að fresta ákvörðun um einstaka virkjanakosti. Þetta er ekki trúverðugt og mun gera alla þessa vinnu að engu. Við verðum í nákvæmlega sömu sporum áfram og munum sjálfsagt halda áfram að takast á um hvern virkjanakost fyrir sig. Öllum sem taka þátt í umræðunni verður umsvifalaust skipað í flokk virkjanasinna eða virkjanaandstæðinga. Uppbygging raforkuvera verður áfram ómarkviss og tilviljanakend. Varðandi athöfina á föstudaginn í Búðahálsvirkjun þá er lagning svona hornsteins í stöðvarhús virkjuninnar svo sem bara einföld steypuvinna og forsetanum tókst bara nokkuð vel til við verkið. Eins og stundum hér áður fyrr, í steypuvinnu, þá var mannskapurinn auðvita yfirdrifinn og því komust ekki nærri allir að verkinu. Ég segi þá bara eins og sveitungi minn einn sagði hér áður fyrr við slíkar aðstæður; " það er ekki aðalatriðið að vinna, heldur bara að vera með" ![]() Skrifað af as 17.10.2012 07:34Fréttir úr fjósinuVinna við gegningar hefur breyst mikið frá því ég fór að búa fyrir u.þ.b. 35 árum. Vinnudagurinn yfir vetrarmánuðina fór, hér áður fyrr, meira og minna í það að leysa hey og gefa. Daglega voru allir fóðurgangar og garðar sópaðir og gefið fóðurbæti. Vothey og þurhey var gefið til skipis í fjósið á hverjum degi. Gefið var í fjárhúsin bæði á kvöldin og morgnana Þegar við byggðum flatgryfurnar 1977, og fórum að verka vothey í stór auknum stíl, varð sú breyting að meirihluti af dagsgjöfinnni var nú gefin einu sinni á dag í fjósið. Eftir að fjósið var byggt líka var farið að gefa votheyið eftir morgunmjaltir og dugði sú gjöf fram á næsta morgun en þá var svolítið þurrheyið gefið fyrir morgunmjaltirnar. Ég man eftir að sumum hér í sveit þótti þetta óráð að láta kýrnar standa yfir sömu gjöfinn nánast allan sólahringinn. Nú er öldin önnur. Það er gefið í heilum rúllum fyrir marga daga í einu. Öllum gerðum af heyi bæði af fyrsta slætti og einnig há er raðað í fóðurganginn. Eins og staðan er nú hjá okkur í fjósinu dugar gjöfin í fimm daga. Nú finnst manni dagurinn hálf ónýtur til annara verka þá daga sem þarf að gefa í fjósið. Við lukum við að skipta um átgrindur við fóðurganginn í síðustu viku. Gömlu bogarir við fóðurganginn, sem við smíðuðum á sínu tíma þegar fjósið var byggt fyrir tæpum 30 árum, voru orðir ónýtir. Þeir höfðu riðgað í árana rás og voru meira og minna að detta í sundur. Töluvert hefur fæðst af kálfum hér á undanförnum vikum . Þó það sé nú ekki lengur markmið að vara með mikinn burð á haustin hefur það æxlast þannig að nú hafa 19 kvígur og kýr borið síðan í september byrjun. Þokkalega hefur gengið og meirihlutinn af þeim kálfum sem við höfum fengið núna lifandi eru kvígur. Burðurinn hefur gengið yfir í skorpum. T.d báru fimm þá fjóra daga sem ég var á fjalli í haust. Í síðustu viku báru 4 á einum sólarhring þar af 3 fyrstakálfs kvígur. Það er svo sem enginn lognmolla yfir hlutunum í Flóanum. Skrifað af as 11.10.2012 07:38HaförnÞó fuglalíf í Flóanum sé nokkuð fjölskrúðugt og mikið er haförn er ekki algengur fugl í hér. Enda hef ég aldrei séð hann hér. Einstaka ernir eru samt ekki langt hér frá og var t.d. einn særður örn handsamaður um daginn upp í Grafningi. Þennan örn sá ég hinsvegar í sumar vestur í Breiðafirði. Myndina tók Kolbrún þegar við fórum í siglingu með Ástu og Guðjóni út í Brokey í ágúst s.l. Mér Flóamanninum fannst mikið til koma að sjá þenna stóra fugn þarna á flugi. ![]() Skrifað af as 05.10.2012 07:26Minnisblað um leikskólaEftirfarandi minnisblað tók ég saman mér og öðrum til upprifjunnar um hvað og hvernig unnið hefur verið að athugun á því með hvaða hætti best er að standa að stækkun á húsnæði leiksksólans hér í sveit. Í þessu minnisblaði er einnig teknar saman þær upplýsingar sem nú liggja fyrir í þessari vinnu. Minnisblað Húsnæðismál leikskólans í Flóahreppi hafa verið til skoðunnar að undanförnu og í minnisblaði þessu geri ég grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Í byrjun árs 2011 var ljóst að húsnæði leikskólans var fullnýtt og ekki víst að hægt yrði að tryggja öllum börnum sem þess óska leikskólavist ef börnum fjölgaði áfram í sveitarfélaginu. Hugmyndir voru þá uppi um að setja á stofn vinnuhóp til að kanna með hvaða hætti sveitarfélagið ætti að bregast við.
Það skal tekið fram að um gróft kostnaðarmat er um að ræða. Í aðalatriðum skiptist hann í eftirfarandi þætti í millj. króna.
Aðalsteinn Sveinsson Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is