Í Flóanum |
||
Færslur: 2012 Nóvember30.11.2012 07:26Litla gula hænanSorpstöð Suðurlands tekur nú þátt í sameiginlegri leit að framtíðar urðunarstað fyrir sorp með Sorpu á höfuðborgarsvæðinu, Kölku - sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpurðun Vesturlands. Allt frá því að sorpurðun var hætt á Kirkjuferjuhjáleigu 1. des. 2009 hafa þessi mál verið í nokkru uppnámi hér á Suðurlandi. Málin hafa verið leyst með samningi við Sorpu um að urða í Álfsnesi það sorp sem til fellur til urðunnar. Þessu fylgdi auðvita stóraukinn kostnaður sem varð til þess að sveitarfélögin á Suðurlandi hafa tekið upp stórbætt vinnubrögð við að ná verðmætum úr ruslinu áður en það fer til urðunar. Sorp til urðunnar hefur nánast minnkað um helming á örfáum árum vegna þessa. Það virtist koma mörgum á óvart hvað mikill árangur náðist fljótt í því að minnka sorp til urðunnar. Það hefur hinsvegar leitt til þess að kostnaður á hvert kíló sem fer til urðunnar er talsvert meiri en áður var. Stæðsti kostnaðarliðurinn í sorpurðun er stofnkostnaður ýmisskonar en sorpurðunarstaðir þurfa að uppfylli ströng skilyrði vegna umhverfisþátta. Það er dýrt að opna nýjan urðunnnarstað. Ljóst er að það er hægt að ná enn betri árangri í flokkun á rusli og í raun er ekki ásættanlegt annað enn að aðeins óvirk efni eins steypubrot, jarðefni, gler og annað slíkt verði urðað. Urðunnarstaður sá sem nú er verið að leita að er því allt annars eðlis en sú sorpurðun sem þekkst hefur fram að þessu. Sorpstöð Suðurlands metur stöðuna þannig að hagkvæmara er að vinna áfram með Sorpu frekar en að ætla sér að opna nýjan urðunnarstað fyrir suðurland. Það er ósennilegt að það verði urðað í Álfsnesi um aldur og æfi og því er nú leitað að nýjum sameiginlegun urðunnarstað til framtíðar. Sveitarfélögin á suður- og vesturlandi eru nú með til meðferðar erindi þess eðlis að benda á hugsanlegan stað til sorpurðunnar. Mikilvægt er að menn átti sig á þeim breytingum sem hafa orðið eins og ég lýsti hér áðan. Einnig að áfram verði unnið markvisst að meiri flokkun á sorpi og ekki síður að minnka framleiðslu á sorpi. Annars hefur leit að urðunnarstað ekki alltaf gengið vel. Þó allir vilji losna við sitt rusl á einfaldan og ódýran hátt vill enginn hafa ruslahaug í garðinum hjá sér. Þetta hefur gjarna viljað vera eins og í sögunni um Litlu gulu hænuna. ....... "hundurinn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég og svínið sagði ekki ég..... o.s.fr.".........Skrifað af as 21.11.2012 07:54Tveggja áraÍ dag eru tvö ár liðin frá því að hún Ásta Björg Jónsdóttir í Lyngholti kom í heiminn.( Nýr afkomandi () ) Eins og ég spáði til um þá höfum við töluvert bjástrað saman í þessi tvö ár. Ásta er mikill orkubolti og heldur honum afa sínum alveg við efnið þegar það fellur í hans hlut að líta eftir henni. Hún er síkát og brosandi. Við skemmtum okkur oft vel saman. Skrifað af as 14.11.2012 07:28Fjölbreytt verkefniÞau geta verið fjölbreytt verkefnin sem maður er að fást við. Bæði frá degi til dags eða á einstaka dögum. Að vera í búskap og starfa samtímis að sveitarstjórnarmálum gerir það að verkum að maður verður seint verkefnalaus. Ég leyfi mér að líta svo á að fjölbreytt verkefni geri lífið áhugaverðara. Menn geta svo haft skoðanir á því hvort maður er nógu fjölhæfur til þess að valda þessum verkefnum svo vel sé. Flestir dagar byrja þó allir eins hjá mér. Ég fer á fætur um kl hálf sex á morgnanna og byrja daginn á morgunmjöltum. Það er ekki fyrr en að þeim loknum að ég fæ mér minn daglega hafragraut , lít kannski yfir moggann og kíki stundum á netið. Hlusta svo gjarnan á fréttir í úvarpinu kl átta. Það sem eftir lifir dagsins er síðan aldrei eins frá einum degi til annars. Um síðustu helgi var ég hér heima og nýtti m.a. tíman til þess að laga birgðastöðuna í haughúsinu. Það er ekki áhugavert að fara inn í veturinn með fullt haughúsið. Af langri búskaparsögu er maður búinn að læra að það er ekki alltaf á vísan að róa að þurfa að keyra skít um miðjan vetur. Fyrir utan það að það er afskaplega léleg nýting á verðmætum bera skítinn á freðna jörð. Á mánudagsmorgnum er ég á skrifstofu Flóahrepp. S.l. mánudag byrjaði dagurinn á því að ég og sveitarstjórinn tókum á móti mönnum frá Arionbanka sem vildu kynna okkur starfsemi og þá þjónustu sem eignastýringarsvið bankans er að bjóða. Þetta var áhugaverð kynning en þar sem Flóahreppur er hvorki í mikilli eignaumsýslu eða í þörf fyrir sérstakri fjármögnum akkúrat þessa stundina höfum við kannski ekki mikið verið að velta þessu fyrir okkur. Strax að þessum fundi loknum hittum við, ásamt skipulagsfulltúanum og fleirum úr sveitarstjórninni, aðila hér í sveit sem eru að láta vinna deiliskipulag fyrir sig. Ekki eru alltaf allir ánægðir með það sem verið er að fjalla um í skipulagsvinnu. Þegar í deiliskipulagi verið er að fjalla um nýja starfsemi þá hafa nágrannar oft á tíðum athygasemdir við það. Samráðsferli er tryggt í lögum og mikilvægt er fyrir sveitarstjón að vanda sig í þessari vinnu og vega og meta sjónarmið allra. Sú skylda hvílir síðan á sveitarstjórn að taka endanlega ákvörðun. Þá þarf að hafa að leiðarljósi að reyna að einhverju leiti að taka tillit til allra sjónarmiða, meta samt raunverulega hagsmuni fram yfir óraunverulega, heildarhagsmuni fram yfir sérhagsmuni og langtímahagsmuni fram yfir skammtímahagsmuni. Eftir hádegi á mánudaginn kom ég síðan á skrifstofu Búnaðarsambandsins. Vegna úttektar á jarðarbótum er orðið nauðsynlegt að fyrir liggi túnkort af öllum jörðum sem eru með einhverja ræktun. Nú dugar ekki lengur neitt rassvasabókhald og heimatilbúin exelskjöl yfir tún-, grænfóður- og kornræktina hjá manni. Þetta er nú svo sem ekki flókið mál í dag og þau hjá búnaðarsambandi vinna þetta fljótt og vel með manni. Síðdegis var svo fundur á sveitarstjórnarskrifstofunni með fulltrúum frá meðeigendum sveitarinnar í félagsheimilinu Þjórsárveri ásamt formanni rekstrarstjórnar Félagsheimilanna í Flóahreppi. Verið var að fara yfir breytingar sem nú verða með tilkomu þess að nú er einn húsvörður ráðinn sameiginlega í húsnæðið Flóaskóla og þjórsárver. Það stóð heima að loknum þessum fundi var komið að seinnimjöltum í fjósinu. Eftir mjaltir kom svo Þorsteinn Logi til að rýja féð. Kvöldinu vörðum við Kolbrún því í að draga kindur í rúningsmannin. Það gekk ljómandi vel og var búið að taka af öllum ám, hrútum og lömbum fyrir kl. 11:00. Meira var nú ekki tekið fyrir þann daginn. Skrifað af as 05.11.2012 07:17Bræðurnir í JaðarkotiÞeir bræður í Jaðarkoti Arnór Leví (5ára) og Hrafnkell Hilmar (bráðum 2 ára) sonarsynir mínir eru atorkusamir piltar. Þeir fylgdu mér í mínum verkum, eins og svo oft áður, um helgina. Engum okkar leiddist það. Foreldrar þeirra og systir eyddu helgini í höfuðstaðnum en þeir bræður voru í góðu yfirlæti hér í Flóanum og lágu ekki á liði sínu. Það er ekki þeirra stíll að vera með fyrirgang, hávaða eða læti. En báðir hafa þeir brennandi áhuga á að taka til hendinu með manni. Þeir eiga það sammerkt að vera einbeittir í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Sá eldri er nú orðin töluvert sjóaður í hinum ýmsu verkum enda búinn að ávinna sér heilmikla reynslu í gegnum árin. Sá yngri vill nú lítið gefa honum eftir og leggur sig allan fram. Hann tekur stóra bróður sinn til fyrirmyndar og tileinkar sér öll þau vinnubrögð sem hann sér hann taka sér fyrir hendur. Þeir tóku sig til í gærmorgun og stunduðu vegabætur að krafti. Eftir rokið undanfarna daga var gott að geta verið úti og puða um stund. Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is