Í Flóanum

30.12.2012 07:14

Hrossasmölun, tíðarfarið og minnarbrot

Það er ágæt ráðstöfun á tíma að taka hluta af jóladögunum í að gera eitthvað sem kemur blóðinu á hreyfingu og brenna eitthvað af þeim fóðureiningum sem maður hefur innbyrt. Þess vegna var það bara hressandi að smala saman hrossunum um miðjan jóladag.

Okkur þótti tímabært að taka tryppin úr stóðinu og koma þeim annað þar sem hægt er að gefa þeim betur. Á miðvikudaginn s.l. voru svo folaldsmerarnar í Lyngholti reknar inn í gerði og folöldin tekinn undan og hingað inn. Það gerir gegningarna bara skemmtilegri að vera með folöld inni.

Hér hefur tíðarfarið verið með ágætum það sem af er vetri. Þrátt fyrir fréttir af illviðrum og erfiðleikum vegna veðurs og færðar víða um land höfum við hér í Flóanum blessunarlega allveg sloppið við það fram að þessu. Ég vona að svo verði áfram og að ótíðin annarstaðar á landinu fari nú ljúka. Annar er aldrei á vísan að róa með veðurfarið og nokkuð víst að svoleiðis verður það áfram.

Fyrr á þessu ári setti ég tengil hér á síðuna þar sem ég hef safnað saman ýmsum heimildum um æfi og störf afa míns og ömmu, Þórarins Auðunssonar og Elínar G. Sveinsdóttur. Safn heimilda um ævi og störf ÞA og EGS

Niðjar þeirra hafa hist á ættarmótum nokkru sinnum og í tilefni þess hefur verið tekið saman, af ýmsum, ýmislegt efni um þeirra æfi. Þegar við hittumst hér í Flóanum í vor ( Skemmtilegt ættarmót () ) safnaði ég saman því efni sem ég komst yfir og setti hér á heimasíðuna. Tilgangurinn var að gera þetta efni aðgegilegra fyrir þá sem áhuga hafa.

Nú um daginn bætti ég svo við grein sem frænka mín, hún Ólöf Þórarinsdóttir tók saman og eru hennar minningar og frásögn af lífshlaupi sínu. \files\Minningarbrot frá Ólöfu.pdf  Mér finnst bæði skemmtilegt  og mikilsvirði að eiga þetta efni um lífshlaup afa míns og ömmu. Vona að öðrum finnist það líka.  emoticon 
 

 

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131468
Samtals gestir: 24090
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 11:58:42
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar