Í Flóanum |
||
Færslur: 2010 September29.09.2010 07:29HrútasýningHrútasýningar eru miklir menningarviðburðir. Löng hefð er fyrir því í gamla Villingaholtshreppum að líta á hrútasýningadaginn sem sérstakan hátíðisdag. Ég reikna með því að svo hafi einnig verið í öðrum sveitum Hér áður fyrr voru þetta fjölmennar samkomur þar sem stór hluti fólks á öllum aldri úr sveitinni mætti með sína bestu kynbótahrúta. Metnaður var mikill fyrir því að eiga besta hrútinn. Ég man eftir því að fljótlega eftir að ég fluttist í Flóann 10 ára gamall mætti ég á hrútasýningar í Villingaholti en þar voru þær haldnar um árabil. Á árunum 1978 til 1985 að mig minnir voru þessar sýningar haldnar hér í hlöðunni. Var þá fjölmenni hér og mikið fjör. Sjálfu hef ég átt hrúta á þessum sýningum allt frá barnsaldri. Suma góða en aðra ekki eins góða. Nú eru breyttir tímar en m.a. vegna smithættu og riðutilfella er hætt að safnast saman á einum stað með hrútana til að dæma þá. Þess í stað fara ráðunautarnir á milli bæja með ómsjá og mæla og dæma bæði lambgimbrar og lambhrúta og einnig veturgamla hrúta. Ekki þykir lengur ástæða til að dæma eldri og áður dæmda hrúta. Þrátt fyrir þetta og að kindur eru ekki á öllu bæjum lengur er hrútasýningardagurinn samt alltaf sérstakur. Hér í gamla Villingaholtshreppum á félagssvæði Sauðfjárræktarfélags Villingaholtshrepps var hann á mánudaginn var. Hér á bæ voru skoðaðir 2 veturgamlir hrútar 13 lambhrútar og 17 gimbrar. Í lok dagsins var komið saman í glæsilegri aðstöðu á loftinu í fjárhúsinu hjá Þorsteini Loga frænda mínum í Egilsstaðakoti og sýningin gerð upp. Veðlaun voru veitt fyrir hæðst dæmdu gripina. Reyndar voru verðlaun fyrir sýnignuna frá því fyrra einnig afhent þar sem ekki hafði unnist tími til þess þá. Í fyrra var besti veturgamli hrúturinn og besti lambhrúturinn úr Syðri-Gróf en besta gimbrin var héðan.
Efsti lambhrúturinn var einnig úr Syðri-Gróf með 88,5 stig og besta gimbrin var frá vesturbænum í Kolsholti með 19 fyrir læri. Gimbur númer tvö var héðan en það var Prjónsdóttir með 18,5 fyrir læri.
Skrifað af as 26.09.2010 07:45KornskurðurNokkuð vel hefur gengið að skera kornið í Flóanum í haust. Tíðafar hefur verið mun betra en undanfarið haust en í fyrra og árið þar áður hamlaði bleytutíð verulega kornskurði. Mér skilst að þreskivélin sem Flóakorn ehf á sé búin að slá eitthvað um 200 ha nú í haust hér í Flóanum og í Ölfusi. Það er eitthvað eftir að slá meira en það fer að sjá fyrir endan á því þetta haustið. Skrifað af as 21.09.2010 07:47DómurÁ föstudaginn var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli því sem Flóahreppur höfðaði til þess að fá fellda úr gildi ákvörðun umhverfisráðherra um að synja sveitarfélaginu um staðfestningu á aðalskipulagi í fyrrum Vllingaholtshreppi. Dómurinn félls á kröfu Flóahrepps um að þessi synjun væri ólögleg og felldi ákvörðunina úr gildi. Ég get ekki sagt að þessi dómur hafi komið mér á óvart því svo margt var hægt að setja út á þessa synjun, bæði hvað varðar málsmeðferð og þau rök sem ráðherra hafði fyrir henni. Dómurinn er þó skýrari en ég gat búist við varðandi það atriði sem helst hefur verið rætt um en það er heimild sveitarfélagins til þess að krefjast endurgreiðslu á kostnaði við skipulagsvinnuna. Dómurinn tekur í raun líka á þeirri ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórarráðherra frá því í fyrra haust þegar hann úrskurðaði að 6. grein samkomulags Flóahrepps við Landsvikjun væri ólögmæt. Sú grein fjallaði um það að Landsvirkun skyldi endurgreiða kostnað sem féll á sveitarfélagið vegan skipulagsvinnu við fyrirhugaða Urriðafossvikjun. Samkvæmt dómi Héraðsdóms nú virðist sá úrskurður einnig ólögmætur. Ekki veit ég hvað tekur mæst við í þessu máli en það er í höndum umhverfisráðherra. Aðalskipulagið getur ekki tekið gildi fyrr en búið er að fá staðfestningu ráðherra. Eftir er að sjá hvort þessum dómi verði áfríað til Hæðstaréttar.
Skrifað af as 15.09.2010 07:48SASSSamtök sunnlenskra sveitarfélaga hélt Ársþing sitt í gær og í fyrradag. Við vorum fjögur frá Flóahrepp sem sátum þetta þing. Skrifað af as 11.09.2010 07:34RéttirReykjaréttir á Skeiðum eru í dag. Í gær fór ég ásamt Stefáni Ágúst frænda mínum ríðandi á móti safninu og fylgdum við því svo eftir síðasta spölinn niður í réttir. Þetta var ágætis útreiðatúr. Við vorum samferða megnið af leiðinni fleira af góðu fólki héðan úr Flóanum sem voru í sömu erindagjörðum og við. Þetta er drjúgur spölur héðan neðan úr Flóa og upp öll Skeiðin en við mættum fjallsafninu á Sandlækjarholtinu. Hrossin stóði sig ágætlega en skemmtilegra hefði verið ef þau hefðu verið í meiri þjálfun. Hrosssóttin hefur svolítið spilað inn í útreiðar í sumar hjá okkur. Þau hross sem við höðum til fara í gær hafa lítið verið notuð undanfarnar vikur vegna hósta sem hrjáðu þau á tímabili í sumar en þau eru nú óðum að ná sér á strik aftur. Hrossin sem Jón í Lyngholti fór á fjall með voru hinsvegar í góðu standi enda virtist hann vera í góðum málum þegar við hittum hann með safninu í gær. Jón fór hér af stað á þriðjudagmorguninn en þá keyrði ég hann og hrossin upp í réttir þaðan sem riðið var inn á afrétt. Í dag er svo meiningin að ríða heim úr réttunum. Hugsanlega verður einhversstaðar stoppað í kjötsúpu á leiðinni. Skrifað af as 07.09.2010 07:48Að byggja skóla...Fræðsla grunnskólabarna er eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Þeim ber skylda til þess að sjá til þess að öll börn á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu stundi grunnskólanám. Til þess að uppfylla þessar skyldur þurfa sveitarfélög annað hvort að reka grunnskóla eða fela einhverjum öðrum að sinna þessu verkefni gegn greiðslu. Kostnaður við hvern nemanda er alltaf greiddur af því sveitarfélagi sem nemandinn á lögheimili í. Lengst af hefur Flóahreppur farið báðar þessar leiðir. Flóaskóli var rekinn fyrir 1. til 7. bekk en 8.,9.og 10. bekkur var keyrður á Selfoss og Sveitarfélaginu Árborg greitt fyrir að kenna þeim. Til þess að reka skóla þarf húsnæði og aðstöðu. Þó ég sé nú þeirrar skoðunnar að gæði skólastarfs fari nú aðalega eftir hæfni, kunnáttu og getu kennaranna sem sinna skólastarfinu er ljós að sú aðstaða sem boðið er upp á skiptir líka miklu máli. Góð aðstaða stuðlar líka að því að halda í og fá til starfa hæfileikaríkt starfslið með metnað fyrir þvi sem það er að gera. Sum sveitarfélög hafa komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt sé að eiga ekki skólahúsnæðið sem þau reka skólana í, heldur leiga það frekar frá fasteignafélögum. Mikilvægt er þó að átta sig á því að rekstur skólahúsnæðisins og byggingakostnaður þess er alltaf á endanum greiddur af þeirri starfsemi sem fram fer í húsinu. Þegar ljóst var orðið að Flóaskóli var að verða of lítill fyrir þá starfsemi sem þar fór fram var ákveðið að skoða þessi mál í heild hjá sveitarfélaginu og marka skýra stefnu um það hvert ætti að stefna í þessum málum. Strax kom í ljós að vaxandi áhugi var meðal íbúa sveitarfélagsins að efla enn frekar skólastarfið í Flóaskóla með því að stækka hann í heildstæðan gunnskóla fyrir alla tíu bekkina. Ég held að tvær megin ástæður hafi verið fyrir þessum aukna áhuga á að bæta þremur elstu bekkjunum við Flóaskóla og hætta að senda þá á Selfoss. Í fyrsta lagi hefur börnum fjölgað í öllum árgöngum á undanförnum árum. Til þess að reka skóla fyrir unglinga er lykilatriði að nemendurnir séu ekki of fáir svo dæmið gangi upp bæði félagslega og rekstarlega. Hin meginástæðan fyrir þessum aukna áhuga á stækkun Flóaskóla er að mjög vel hefur tekist til með skólastarfið frá því að skólinn var stofnaður og hann nýtur mikils trausts hér í samfélaginu. Sjálfur hef ég lengi verið þeirra skoðunnar að stefna ætti að þessari stækkun. Til þess að meta möguleika Flóahrepps á að fara í þessar breytingar var settur á stofn stýrihópur í byrjun sumars 2008 sem hafði það verkefni að gera úttekt og vinna tillögur að staðsetningu og fyrirkomulagi við uppbyggingu skólamála í sveitarfélaginu. Það fólk sem skipaði þennan stýrihóp gerði sér strax grein fyrir því að til þess að dæmið gæti gengið upp varð að taka tillit til tveggja lykilatriða. Fjármagn til uppbyggingar og reksturs er takmarkandi þáttur. Það getur aldrei gengið að skólastarf hér í sveit sé dýrara en gengur og gerist annarsstaðar. Hitt atriðið sem líka þarf að vera fyrir hendi ef hér á að reka heilstæðan grunnskóla af fullum metnaði er að húsnæði og öll önnur aðstaða sem þarf til þess sé til staðar. Unnin var þarfagreining á því heildarhúsnæði sem þyrfti fyrir alla grunnskólabekkina í Flóaskóla. Stýrihópurinn lét gera úttekt á þeim byggingum sem fyrir er á svæðinu með tillit til þess hvernig þær gætu nýst sem best í framtíðinni. Sérstaklega var horft til þess hvort það gæti borgað sig að breyta eldri byggingum á einhvern hátt m.a.elsta skólahúsnæðinu og félagsheimilinu Þjórsárveri svo þær byggingar nýttust betur fyrir skólastarfið. Niðurstaðan úr þeirri vinnu var að væntanlega væri hagkvæmast og best að nýta eldri byggingarnar nánast óbreittar en leggja áherslu á að byggja við það sem upp á vantar. Allri kennslu yrði hætt í elsta skólahúsnæðinu og það nýtt fyrir skrifstofur og vinnuaðstöðu kennara auk þess sem þar væri hægt að hafa geymslur. Mötuneyti skólans yrði áfram í Þjórsárveri. Vegna aðstæðna á svæðinu og með framtíðarnýtingu þess í huga fyrir skóla- og íþróttastarfsemi var lagt til að reisa viðbyggingu á tveimur hæðum við skólann. Viðbyggingin sem þyrfti að vera u.þ.b. 1000 fermetrara af gólffleti innhéldi fyrst og fremst skólastofur til kennslu. M.a. sérgreinastofur eins og t.d. fyrir heimilsfræði, smíðar, myndmennt, textílmennt og tölvuver. Sveitarstjórn Flóahrepps lét í framhaldi af þessari vinnu frumhanna viðbyggingu og óskaði síðan eftir verðhugmyndum í byggingu hennar frá verktökum. Byggingin var hönnuð sérstaklega með það fyrir augum að hún gæti verið bæði ódýr í byggingu og rekstri. Þegar óskað var eftir verðhugmyndum frá verktökum var m.a.sérstaklega verið að leita eftir hugmyndum og tillögum þeirra um byggingarefni með það að leiðarjósi hvað væri hagstæðast í dag bæði með tillit til kostnaðar og endingu. Á grundvelli allrar þessarar vinnu ákvað sveitarstjórn Flóahrepps svo að fara í þessar framkvæmdir. Áætlun gerði ráð fyrir að hægt væri að fullklára þessa viðbyggingu fyrir umtalsvert lægri upphæð en nefnt var í upphafi. Ekki var talin þörf á að auka skuldir sveitarfélgsins vegna þessara framkvæmda. Framkvæmdir við bygginguna sjálfa hófust í ágúst á síðast liðnu ári og eru nú á lokastigi. Byggingin hefur verið tekin í notkun og nú í vetur stunda nám í skólanum 9 bekkir gunnskólans. 8.bekk var bætt við síðast liðið haust og 9. bekk núna þegar skóli hófst í haust. Búið er að taka ákvörðun um að 10. bekkurinn bætist svo við næsta haust. Heildar kostnaður við framkvæmdir er enn sem komið undir þeim kostnaðaráætlunum sem gerðar voru. Þeir tímarammar sem unnið var eftir hafa að mestu staðist og byggingin er þegar komin í notkunn eins og að var stefnt. Allir sem að þessum framkvæmdum hafa komið hafa lagt sig fram um að verkið gæti gengið upp. Ég vil þakka þeim öllum fyrir frábæra vinnu og íbúum Flóahrepps óska ég til hamingju með glæsilegan skóla. Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is