Í Flóanum |
||
Færslur: 2013 Janúar27.01.2013 07:21ÞorriNú er þorri genginn í garð. Ríkisstjórn Ísland fannst skynsamlegt að ráðstafa bróðurpartinum af Bóndadegi í Flóanum. Það var vel skiljanlegt að hana hafi langað til þess. Að loknum ríkisstjórnarfundi á Selfossi á föstudagsmorguninn gafst sveitarstjónarmönnum á Suðurlandi tækifæri á að hitta ríkisstjórnina í heild á sérstökum fundi. Fundurinn fór fram á Hótel Selfoss frá kl. 11:00 til kl. 14:00. Það gerðu ráðherrar grein fyrir ýmsum afgreiðslum á ríkisstjórnarfundinum fyrr um morguninn sem snertu Suðurland beint. Einnig nefndi ég fjarskipti og internettengingar. Það eru stórstígar framfarir í þeim málum víðast hver, en dreyfbýið situr eftir. Eftir þau mistök að selja grunnnet Símans á sínum tíma og treysta á einkaframtakið í framtíðar uppbyggingu á fjarskiptum liggur ljóst fyrir að áhuginn er fyrst og fremst í þéttbýli þar sem ágóðavon er meiri.
Skrifað af as 20.01.2013 07:18Brennandi málefniVið brunuðum í Borgarnes á fimmtudaginn var, Árni varaoddviti og ég, og sátum þar málþing um gróðurelda. Málþing þetta var boðað af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjallað var um reynsluna af baráttu við gróðurelda, lagt mat á möguleika slökkviliða til að ráða niðurlögum þeirra og rætt um hvaða úrbóta er þörf hvað varðar mönnun slökkviliða, búnað þeirra og fjárhagslega áhættu sveitarfélaga af völdum gróðurelda. Einnig var fjallað um aðgerðir til forvarna og áhrif gróðurelda á náttúruna. Boðnir voru á þetta málþing sveitarstjórnarmenn, slökkviliðsstjórar, opinberar stofnanir, skógarbændur, tryggingarfélög, landeigendur og náttúru- og umhverfisverndarsamtök. Hér í Flóanum tíðkaðist það lengi vel að hreinsa land með sinubruna á vorin. Þetta var á þeim tíma sem útjörð hér var fyrst og fremst nýtt til beitar sem tilheyrði hefðbundnum búskap með kýr og kindur. Það land sem helst þurfti á slíkri hreinsun að halda voru grasmiklar mýrar og engjar. Þannig land er víða hægt að finna hér í Flóanum. Þetta land var á þessum tíma eingöngu vaxið grasgróðri, Skurðakerfi Flóaáveitunnar sem og aðrir skurðir vorur í þokkalegu ásigkomulagi og grunnvatsstaða í nokkru jafnvægi yfir árið. Þegar sinan var brend snemma vors brann hún á örskotstundu. Eldurinn kulnaði um leið og sinan var brunnin. Skurðir og vegir voru öruggir eldveggir. Glóð fór ekki niður í jarðveg vegna þess að yfirleitt var brent meðan jörð var frosin. Annars var jarðvatnsstaða líka það há að þetta land þornaði aldrei. Nú er öldin önnur. Þar sem sauðfé er horfið úr högum veður upp víðir og ýmiss annar gróður. Skurðum er víða ekki viðhaldið og þeir orðnir fullir af gróðir og jarðvegi. Hvert sumarið af öðri eru þurrkar allsráðandi og jarðvatnsstaða fellur um einhverja metra á hverju sumri. Allar tjarnir og skurðir eru skraufaþurrir mest allt sumarið. Erfitt er að ætla sér að hafa einhverja stjórn á eldi orðið við þesssar aðstæður. Þessu til viðbótar hafa víða sprottið upp sumarhúsahverfi. Þó þau séu kannski ekki í svo miklum mæli hér í sveit, enn sem komið er, má víða finna þau á svæði sameiginlegra skipulagsnefndar sveitarfélaganna á svæðinu. Það eru jafnvel samfelld sumarhúsasvæði sem þekja fleiri og fleiri ferkílómetra. Þessi svæði eru þakin miklum trjágróðri, með þröngum og löngum og illa uppbyggðum vegum sem enda svo botnlöngum. Á þessum svæðum er fólk í þúsundum talið á hverjum tíma, Sérstaklega á sumrin þegar veður er þurrt og gott. Það er verið að grilla úti og jafnvel verið með útikerti eða lítinn varðeld. Í þurrkatíð eins og undanfarin ár er veruleg hætta á að það geti kviknað í við þessar aðstæður. Það þarf ekki nema síkarettu glóð eða eitthvað álíka til þess. Það eru dæmi þess hér í sveit að eldur kviknaði í gróðri vegna neista úr háspennulínu við það að ógæfusöm álft flaug á línuna. Það eru því veruleg ástæða til þess að gefa þessari hættu gaum. Það þarf að velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að taka tillit til rýmingarleiða út úr sumarhúsahverfum í deiliskipulagi. Það þarf að gera sér grein fyrir með hvaða hætti og hvaða tæki duga til að ráða við slíkan eld. Síðast en ekki síst þarf að brýna fyrir fólki hversu varlega þarf að umgangast eld við þessar aðstæður. Skrifað af as 13.01.2013 07:13Ljósleiðari, uppboð og afmæliÞeir voru í hátíðarskapi nágrannar okkar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gær. Þá var efnt til samkomu í Árnesi í tilefni þess að nú er búið að leggja ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitarfélaginu, Það er sveitarfélagið sem stendur að þessari framkvæmd. Á föstudaginn var boðinn upp hjá sýslumanninum á Selfossi hestur sem búið er að vera í óskilum hér í sveit undanfarin misseri. Ég mætti með klárinn stundvíslega kl 2 á planið hjá sýslumanni. Nokkrir áhugasamir kaupendur voru þar einnig mættir og gengu boðin á víxl um leið og borðalagður fulltrúinn lýsti eftir boðum. Skrifað af as 06.01.2013 07:16ÞrettándinnÉg vil byrja á að óska ykkur gleðilegs árs og þakka öll góð og ánæguleg samskipti á liðnu ári. Þeim sem inn á þessu síðu hafa komið þakka ég innlitið. Sérstaklega þakka ég þeim sem látið hafa álit sitt í ljós á því sem ég hef skrifað hér. Það gerir það óneitanlega áhugaverðara að fá álit á því sem maður er að segja hér. Þréttándinn er í dag. Í gærkvöldi vorum við á Þretttándaskemmtun Umf. Vöku í Þjórsárveri. Það er löng hefð fyrir þessari skemmtun hjá ungmennafélaginu og það er aðeins á færi elstu manna að muna upphaf hennar. Það eru unglingarnir á hverjum tíma á félagssvæði félagsins sem veg og vanda hafa af þessari skemmtun. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is