Í Flóanum |
||
17.03.2013 07:18LandsþingSveitarfélögin í landinu héldu landsþing á föstudaginn var. Þar komu saman sveitarstjórnarmenn af öllu landinu og ræddu þau málefni sem helst brenna á. Fulltrúar voru mættir frá ölllum sveitarélögunum nema tveimur. Hátt á annað hundrað manns voru á þessu þingi sem hófst kl 9:30 og var lokið upp úr kl 16:00. Þá tók við snarpur aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Meðal umræðuefna voru vinnutímamál kennara, hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga, rafræn stjórnsýsla og svæðasamvinna sveitarfélaga ásamt ýmsu fleira. Þetta mun hafa verið seinasta landsþing á þessu kjörtímabili en kosið verður til sveitarstjórna á næsta ári. Nú líður senn að því að við verðum búinn að þreyja bæði þorrann og góuna þennan veturinn. Daginn er tekinn að lenga svo um munar og ekki laust við það að maður finnist vorið vera á næsta leiti. Í tilefni þess læt ég hér fylgja mynd sem Jón Karl Snorrason flugmaður og ljósmyndari tók hér yfir bænum um hásumar 2011. Skrifað af as 10.03.2013 07:23Auðhumla.Auðhumla svf, sem er samvinnufélag mjólkurframleiðenda (allsstaðar af landinu nema úr Skagafirði), stendur nú um þessar mundir fyrir aðalfundum félagsdeilda sinna . Fyrsti fundurinn var haldinn á föstudaginn en það var einmitt í Flóa- og Ölfusdeild félagsins. Á þessum fundum er farið yfir starfsemi og afkomu félagsins. Félagið á og rekur Mjólkursamsöluna ehf (MS) ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga. Rekstur MS er megin verkefnið og afkoman ræðst af árangri í rekstri hennar. Þar skiptir okkur bændur máli, bæði mjólkurmagnið sem hægt er að koma í verð á innanlandsmarkaði og rekstraleg niðurstaða. Afkoma félagsins hefur farði batnandi á síðustu árum og lítilsháttar söluauknig var einnig á síðasta ári. Batnandi afkoma er fyrst og fremst komin til af því að innrikostnaður í fyrirtækinu hefur dregist saman. Það hefur gerst í kjölfar þess að farið hefur verið í umfangsmikla endurskipulagningu í allri mjókurvinnslu í landinu. Skrifað af as 07.03.2013 15:59Alveg í rusli....Á þriðjudaginn var fór ég ásamt öðrum stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands (SOS) í kynnigarferð á höfuðborgarsvæðið. Við byrjuðum á að heimsækja urðunarstað Sorpu í Álfsnesi, höfuðstöðvar Sorpu og móttökustað Sorpu í Gufunesi. Verkfræðingurinn hjá Sorpu fannst mér komast í kappræðuham er að reyndi að sannfær okkur um sína skoðun á málinu og hrekja það sem aðrir hafa sagt. Þeir sögðu okkur frá gas og jarðgerðarstöð sem nú eru uppi hugmyndir að reisa í Álfsnesi. Þessi stöð á að geta tekið við öllum heimilisúrgangi og ýmsum öðrum lífrænum úrgangi. Eftir að búið er að grófflokka hann með seglum og öðrum vélrænum hætti er hann meðhöndlaður í stöðinni og framleiddur úr honum gas og jarðgerðarefni. Að mínu mati getur verið um áhugaverða lausn að ræða ef þær forsendur sem okkur voru kynntar þarna standast. Við ræddum við þá einnig um hugmyndir um samstarf/sameinigu SORPU og SOS sem uppi hafa verið. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu (eigendur SORPU) hafa haft málið til skoðunnar undan farið ár og beðið hefur verið eftir því að þau segðu álit sitt. Það er orðið löngu tímabært að eitthvað fari að skýrast í þessu máli. Að lokinni heimsókn til SORPU var Íslenska Gámafélagið í Gufunesi heimsótt. Þar skoðuðum við móttökustöðina þeirra og sáum m.a. hvernig innhald grænu tunnunnar var flokkað hjá þeim. Því næst var fyrirtækið Fura í Hafnafirði heimsótt en þeir sérhæfa sig í móttöku á brotajárni sem og öðrum málmum og timbri. Það er áhugavert að sjá eitthvað af því sem verð er að gera í þessum málaflokki og greinilegt að ýmsir eru að ná árangri í því að ná verðmætum úr ruslinu. Skrifað af as 02.03.2013 07:33Alltaf nóg að gera....Það verður að flokkast undir ákjósanlegt ástand að verkefnin sem verið er að fást við á þessum bæ eru næg. Eins og oft áður sér maður ekki fram úr þeim öllum og næsta víst að eitthvað verður látið bíða betri tíma.
Hjá Flóahreppi er nú verið að ganga frá ársreikningum síðasta árs og er ætlunin að leggja þá fram í sveitarstjórn í næstu viku. Meðal annara verkefna á vettvangi sveitarstjórnarmála liggur nú fyrir að endurskipuleggja starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands, eða ákveða örlög hennar, í kjölfar þess að Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að hætta þátttöku í rekstri hennar frá næstu áramótum. Skrifað af as 20.02.2013 07:23Samkeppni um landÉg sat áhugavert málþing í Gunnarsholti í gær. Það var Rótarýklúbbi Rangæinga sem, í samvinnu við Landgræðsluna, stóð að þessu málþingi sem bar yfirskriftina "Samkeppni um land" og fjallaði um landnýtingarstefnu. Landrími er að mínu mati ein af auðlindum Íslands. Mörg sóknarfæri geta verið í ýmiskonar landnýtingu og spurning hvort og þá með hvaða hætti það sé ástæða til af hafa áhrif á það og stýra hvernig landi er ráðstafað. Á málþinginu var m.a.fjallað um möguleika í kornrækt, nautgriparækt, sauðfjárrækt, hrossarækt, skógrækt, og ferðaþjónustu með tillit til landnotkunnar. Skrifað af as 17.02.2013 07:36FolaldasýningHrossaræktarfélag Villingaholtshrepps efndi til folaldasýningar í gær. Sýningin var haldin í glæsilegri aðstöðu að Austurási. 35 folöld frá 23 eigendum og 12 bæjum mættu til leiks. Sitt sýndist hverjum um ágæti folaldanna en eins og lagt var upp með var það skoðun dómaranna sem réð úrslitum. Skrifað af as 11.02.2013 07:18BolludagurBolludagur er í dag og vona ég að þið getið notið þess að fá ykkur bollur í einhverri mynd í tilefni dagsins. Vafalaust hafa margir tekið forskot á sæluna og gúffað í sig rjómabollum með kaffinu í gær. Það var allavega gert hér á bæ. Reyndar notuðum við daginn í gær einnig til þess að elda saltkjöt og baunir í tilefni sprengidagsins sem er á morgun. Hér var margmenni í mat eins og stundum áður um helgar. Öll okkar börn, tengdabörn og barnabörn ásamt nokkrum vinum og vandamönum borðuð með okkur. Fyrst saltkjöt og baunir í hádeginu og svo bollukaffi síðdegis. Reynslan verður svo að skera úr um það hvort maður finnur tíma til þess að ríða út. Allavega eru áformin skýr og nú reynir á að nota þann tíman vel sem gefst. Hrossaræktarfélögin í Flóahreppi standa í kvöld fyrir fræðslufundi um fóðrun hrossa. Fyrirlesari er Ingimar Sveinsson fyrrverandi kennari á Hvanneyri. Rétt væri að mæta og rifja upp helstu atriðin í fóðurfræðinni og annað sem fram kann að koma.
Skrifað af as 06.02.2013 07:28"....Aggaggagg sagði tófan í Koti..."Hér í Flóahreppi erum við ekki í vandræðum með að komast á Þorrablót. Nánast allar helgar á Þorranum eru haldin þorrablót í sveitinni og eru þau hvert öðru fjölsóttari og skemmtilegri. Stundum hefur maður farið á nokkur sama árið en í flestum tilfellum lætur maður sér nægja að mæta á þorrablótið í Þjorsárveri. Þar hef ég mætt á hverju ári allt frá því maður var rúmlega fermdur. Það var um síðustu helgi sem blótið í Þjórsárveri var haldið og að vanda var um góða skemmtun að ræða. Þorrablótsnefndin, sem samanstóð af íbúum í vestasta hluta af gamla Villingaholsthreppum, bauð upp á ljúffengan þorramat, frábæra skemmtidagskrá og fjörugan dansleik. Skrifað af as 27.01.2013 07:21ÞorriNú er þorri genginn í garð. Ríkisstjórn Ísland fannst skynsamlegt að ráðstafa bróðurpartinum af Bóndadegi í Flóanum. Það var vel skiljanlegt að hana hafi langað til þess. Að loknum ríkisstjórnarfundi á Selfossi á föstudagsmorguninn gafst sveitarstjónarmönnum á Suðurlandi tækifæri á að hitta ríkisstjórnina í heild á sérstökum fundi. Fundurinn fór fram á Hótel Selfoss frá kl. 11:00 til kl. 14:00. Það gerðu ráðherrar grein fyrir ýmsum afgreiðslum á ríkisstjórnarfundinum fyrr um morguninn sem snertu Suðurland beint. Einnig nefndi ég fjarskipti og internettengingar. Það eru stórstígar framfarir í þeim málum víðast hver, en dreyfbýið situr eftir. Eftir þau mistök að selja grunnnet Símans á sínum tíma og treysta á einkaframtakið í framtíðar uppbyggingu á fjarskiptum liggur ljóst fyrir að áhuginn er fyrst og fremst í þéttbýli þar sem ágóðavon er meiri.
Skrifað af as 20.01.2013 07:18Brennandi málefniVið brunuðum í Borgarnes á fimmtudaginn var, Árni varaoddviti og ég, og sátum þar málþing um gróðurelda. Málþing þetta var boðað af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjallað var um reynsluna af baráttu við gróðurelda, lagt mat á möguleika slökkviliða til að ráða niðurlögum þeirra og rætt um hvaða úrbóta er þörf hvað varðar mönnun slökkviliða, búnað þeirra og fjárhagslega áhættu sveitarfélaga af völdum gróðurelda. Einnig var fjallað um aðgerðir til forvarna og áhrif gróðurelda á náttúruna. Boðnir voru á þetta málþing sveitarstjórnarmenn, slökkviliðsstjórar, opinberar stofnanir, skógarbændur, tryggingarfélög, landeigendur og náttúru- og umhverfisverndarsamtök. Hér í Flóanum tíðkaðist það lengi vel að hreinsa land með sinubruna á vorin. Þetta var á þeim tíma sem útjörð hér var fyrst og fremst nýtt til beitar sem tilheyrði hefðbundnum búskap með kýr og kindur. Það land sem helst þurfti á slíkri hreinsun að halda voru grasmiklar mýrar og engjar. Þannig land er víða hægt að finna hér í Flóanum. Þetta land var á þessum tíma eingöngu vaxið grasgróðri, Skurðakerfi Flóaáveitunnar sem og aðrir skurðir vorur í þokkalegu ásigkomulagi og grunnvatsstaða í nokkru jafnvægi yfir árið. Þegar sinan var brend snemma vors brann hún á örskotstundu. Eldurinn kulnaði um leið og sinan var brunnin. Skurðir og vegir voru öruggir eldveggir. Glóð fór ekki niður í jarðveg vegna þess að yfirleitt var brent meðan jörð var frosin. Annars var jarðvatnsstaða líka það há að þetta land þornaði aldrei. Nú er öldin önnur. Þar sem sauðfé er horfið úr högum veður upp víðir og ýmiss annar gróður. Skurðum er víða ekki viðhaldið og þeir orðnir fullir af gróðir og jarðvegi. Hvert sumarið af öðri eru þurrkar allsráðandi og jarðvatnsstaða fellur um einhverja metra á hverju sumri. Allar tjarnir og skurðir eru skraufaþurrir mest allt sumarið. Erfitt er að ætla sér að hafa einhverja stjórn á eldi orðið við þesssar aðstæður. Þessu til viðbótar hafa víða sprottið upp sumarhúsahverfi. Þó þau séu kannski ekki í svo miklum mæli hér í sveit, enn sem komið er, má víða finna þau á svæði sameiginlegra skipulagsnefndar sveitarfélaganna á svæðinu. Það eru jafnvel samfelld sumarhúsasvæði sem þekja fleiri og fleiri ferkílómetra. Þessi svæði eru þakin miklum trjágróðri, með þröngum og löngum og illa uppbyggðum vegum sem enda svo botnlöngum. Á þessum svæðum er fólk í þúsundum talið á hverjum tíma, Sérstaklega á sumrin þegar veður er þurrt og gott. Það er verið að grilla úti og jafnvel verið með útikerti eða lítinn varðeld. Í þurrkatíð eins og undanfarin ár er veruleg hætta á að það geti kviknað í við þessar aðstæður. Það þarf ekki nema síkarettu glóð eða eitthvað álíka til þess. Það eru dæmi þess hér í sveit að eldur kviknaði í gróðri vegna neista úr háspennulínu við það að ógæfusöm álft flaug á línuna. Það eru því veruleg ástæða til þess að gefa þessari hættu gaum. Það þarf að velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að taka tillit til rýmingarleiða út úr sumarhúsahverfum í deiliskipulagi. Það þarf að gera sér grein fyrir með hvaða hætti og hvaða tæki duga til að ráða við slíkan eld. Síðast en ekki síst þarf að brýna fyrir fólki hversu varlega þarf að umgangast eld við þessar aðstæður. Skrifað af as 13.01.2013 07:13Ljósleiðari, uppboð og afmæliÞeir voru í hátíðarskapi nágrannar okkar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gær. Þá var efnt til samkomu í Árnesi í tilefni þess að nú er búið að leggja ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitarfélaginu, Það er sveitarfélagið sem stendur að þessari framkvæmd. Á föstudaginn var boðinn upp hjá sýslumanninum á Selfossi hestur sem búið er að vera í óskilum hér í sveit undanfarin misseri. Ég mætti með klárinn stundvíslega kl 2 á planið hjá sýslumanni. Nokkrir áhugasamir kaupendur voru þar einnig mættir og gengu boðin á víxl um leið og borðalagður fulltrúinn lýsti eftir boðum. Skrifað af as 06.01.2013 07:16ÞrettándinnÉg vil byrja á að óska ykkur gleðilegs árs og þakka öll góð og ánæguleg samskipti á liðnu ári. Þeim sem inn á þessu síðu hafa komið þakka ég innlitið. Sérstaklega þakka ég þeim sem látið hafa álit sitt í ljós á því sem ég hef skrifað hér. Það gerir það óneitanlega áhugaverðara að fá álit á því sem maður er að segja hér. Þréttándinn er í dag. Í gærkvöldi vorum við á Þretttándaskemmtun Umf. Vöku í Þjórsárveri. Það er löng hefð fyrir þessari skemmtun hjá ungmennafélaginu og það er aðeins á færi elstu manna að muna upphaf hennar. Það eru unglingarnir á hverjum tíma á félagssvæði félagsins sem veg og vanda hafa af þessari skemmtun. Skrifað af as 30.12.2012 07:14Hrossasmölun, tíðarfarið og minnarbrotÞað er ágæt ráðstöfun á tíma að taka hluta af jóladögunum í að gera eitthvað sem kemur blóðinu á hreyfingu og brenna eitthvað af þeim fóðureiningum sem maður hefur innbyrt. Þess vegna var það bara hressandi að smala saman hrossunum um miðjan jóladag. Okkur þótti tímabært að taka tryppin úr stóðinu og koma þeim annað þar sem hægt er að gefa þeim betur. Á miðvikudaginn s.l. voru svo folaldsmerarnar í Lyngholti reknar inn í gerði og folöldin tekinn undan og hingað inn. Það gerir gegningarna bara skemmtilegri að vera með folöld inni. Skrifað af as 22.12.2012 07:21Brandajól... eða ekki.Nú er sól tekin að hækka á lofti þennan veturinn, en vetrarsólhvörf munu hafa verið í gær. Nánar tiltekið rétt undir hádegi. Dagurinn í dag er því örlítið lengri en í gær. Það munar nú kannski ekki miklu fyrstu dagana, aðeins nokkrum sekúndum, en aðalatriðið er að það er í rétta átt. Nú fara að koma jól og þannig stendur á þetta árið að það eru afskaplega fáið virkir dagar síðustu 10 daga ársins. Fara menn þá gjarnan að tala um hvort um sé að ræða "Brandajól". Ég held nú reyndar að svo sé ekki í ár. Eftir mínum heimildum var fyrst og fremst talað um brandajól þegar jóladag bar upp á mánudag. Þegar þannig stóð á var aðfangadagur helgur dagur þar sem hann bar upp á sunnudag. Þannig voru komnir þrír helgir dagar í röð um jólin. (aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum). Um áramót féll þá einnig helgur dagur (gamlársdagur) næst við nýársdag og fyrsti dagur eftir þrettándann var svo næsti sunnudagur þar á eftir. Árið 1770 mun jólahelgin hafa verið stytt og þá hætt að halda þriðja jóladag heilagan og eins þrettándann. Fyrir þann tíma var því talað um fjórheilagt um jólin þegar brandajól voru. Eftir 1770 var farið að tala um "Brandajól" einnig þegar jóladag bar upp á föstudag því þá fóru einnig saman þrír helgir dagar um jólin. Var þá gjarna talað um "litlu brandajól" þar sem helgidagar fóru þá ekki saman um áramót eins og um "stóru brandajól". Annars er mér slétt sama hvað helgidagarnir eru margir um jólin og það breytir engu um mitt jólahald. Ég ætla þessi jól sem önnur fyrst og fremst að njóta þess að vera með mínu fólki. Hér er oft fjölment um jóladagana og ég hlakka bara til. Hefðbundin bústörf eru hinsvegar allaf eins hvort sem um helgidag sé að ræða eða ekki. Gleðileg Jól. ![]() Skrifað af as 15.12.2012 07:15Litbrigði himinsinsÁ þessum árstíma er dagsbirtan mjög af skornum skammti. Ég játa það hreint út að ég sakna þess og hlakka alltaf til þegar sól fer aftur að hækka á lofti. Litbrigði himinsins geta aftur á móti verið mikil þennan stutta tíma sem sólin setur mark sitt á daginn í skammdeginu Hver árstími hefur sín verkefni og það er nú þannig í Flóanum að alltaf er eitthvað áhugavert um að vera. Þessa dagana er ég að láta sæða þær ær sem ganga. Maður reynir af kostgæfni að velja álitlega hrúta úr hrútastofni sæðingarstöðvarinnar. Aftur á móti hefur maður enga stjórn á því hvaða ær eru að ganga þessa daga. Þannig stundum við saman sauðfjárrækt, forsjónin og ég, þessa dagana. Eftir helgi er svo fyrirhugð að hleypa hrútinum í verkið.
Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is