Í Flóanum

27.07.2014 22:46

Flutningur

Það er héðan, af þessum bæ, að frétta að mamma ( Fólkið á bænum ( skrifað í jan. 2012  ) er flutt á Selfoss. Hún hefur keypt íbúð í Grænumörkinni á Selfossi og hefur undanfarnar vikur verið að vinna  í því að flytja þangað. 

Hún hefur nú ekki staðið ein í þeim undurbúningi. Fjölmargir af hennar afkomendum og tengdafólki þeirra hafa aðstoðað hana. Bæði við að standsetja nýju íbúðina og flytja búslóðina héðan.

Hér hefur hún átt heima í rúm 45 ár eða allt frá því að vorið 1969 ftytja foreldrar mínir hingað í Flóann með fjögur börn á aldrinum 8 til 11 ára. Það er talsvert átak að taka sig upp eftir svo langa búsetu og koma sér fyrir á nýjum stað. 







það var svo núna um helgina sem hún flutti. Mitt fólk fjölmennti til hennar í morgun til að óska henni til haminjgu með nýja heimilið. Hennar verður að vísu sárt saknað héðan af ungum sem öldnum.en á sama tíma samgleðjumst við öll með henni vegna þessa áfanga. emoticon


18.07.2014 07:53

Uppskera

Þetta sumar ætlar að verða engu minna rigningasumar en í fyrra. Sá munur er nú samt á að það er mun hlýrra. Grasspretta hefur verið mikil í sumar og hér er heyfengur af fyrri slætti talsvert meiri en í fyrra.



Það hefur ekki verið auðhlaupið að því að koma rúllunum heim. vegna bleytu. Þau tún sem standa lægst eru nánast að verða ófær og suma daga hefur ringt svo mikið að allstaður vaðast tún út þar sem farið er um.

Rígresið sem ég sáði í vor virðist eiga erfitt uppdráttar og uppskera af því ekki orðin mikil. Enda stendur vatn uppi á hluta stykkjanna.



Byggið hefur verið að skríða undanfarna daga. Nú held ég að það sé fyrst og fremst sól og hiti sem getur bjargað því að uppskeran verði ásættanleg í kornræktinni.

Eigum við ekki bara að reikna með því svo verði. emoticon


10.07.2014 07:40

Þúfa

Það var í júní 2002. Við Kolbrún vorum í ferðalagi austur á landi. Þá fréttum við að suður í Flóa væri verið að taka á móti merum í graðhestagirðingunni í Yrpholti. Stóðhesturinn var Piltur frá Sperli.

Kolbrún átti gráa hryssu (Þotu).Hún var ágætis reiðhross en hafði undanfarin  ár ekki verið járnuð. Hestamenskan var í algeru lágmarki á bænum um þetta leiti. Ekki virtist vera tími til þess að stunda útreiðar en alltaf voru samt áform um að breyta því.

En þar sem merin var ekki í notkunn var nú ágætt tækifæri að fá undan henni. Hugmyndin var að ef vel tækist til að gefa henni Kolbrúnu Kötlu folald. Hún var okkar eina barnabarn á þessum tíma.

Það varð því úr, þar sem við vorum þarna fyrir austan, að Kolbrún hringir í Sigmar ( sem þá var unglingurinn sem skilinn var eftir heima með búskapinn á meðan vð vorum á ferðalagi ) og spyr hann hvort hann geti sóttt merina og komið henni undir hest. Sigmar tók verkið snarlega að sér.




Vorið eftir fæðist brúnt merfolald. Hún var skírð "Þúfa" og Kolbrún Katla eignaðist hana. Þúfa óx og dafnaði hér í haganum. Hestamennska var nú kannski ekki efst á dagskrá hjá fjölskyldunni í Lyngholti á þessum árum en alltaf var fylgst með uppvextinum hjá þúfu.

Þegar hún svo var kominn á tamningaaldur þótti ekki annað tilhlýðilegt en að koma henni í tamningu. Fljótlega kom í ljós að hér var um að ræða afskaplega skemmtilegt reiðhross. Bæði ég og Jón í Lyngholti (pabbi Kolbr.Kötlu) fórum nú að fara á hestbak. 

Þetta varð alltaf skemmtilegra og skemmtilegra eftir  því sem við fórum oftar. Gamlir reiðhestar og minna tamin hross voru nú dregin fram og járnuð. Nú var farið að stunda útreiðar stýft.



Þúfa stóð alltaf fyrir sínu. Hún var öllum meðfærileg en ósérhlýfin og viljug. Kolbrún Katla var ekki orðin gömul þegar hún fór að fara á bak henni. Jafnvel stundum berbakt í hestagirðingunni. Barnabörnunum okkar fjölgaði og hestamennskan var nú orðin hluti af lífsmunstrinu bæði hér á bæ og í Lyngholti.





Hrossunum fjölgaði einnig og nú er í Lyngholti álitlegur fjöldi reiðhesta og nokkur efnileg tryppi. Fjölskyldan stundar útreiðar og hestaferðir af líf og sál.

Það urðu hinsvegar örlög Þúfu að slasast á fæti í hestaferð inn á Hrunamannafrétti.  Á fjöllum ()  Þó hún hafi jafnað sig fljótlega þannig að hún gengur óhölt leiddi skoðun hjá dýralækni í ljós að sinar í fæti voru hugsanlega varanlegar skemmdar.

Síðan þá hefur hún ekki verið notuð til reiðar. Þess í stað hefur hún átt folöld. Nú eru fæddar tvær hryssur undan henni. Paradís frá Lyngholti 2013 og Þokkadís frá Lyngholti 2014. 



Í gærkvöldi fór ég með Jóni, Kolbrúnu Kötlu og Hjalta Geir vestur í Borgarfjörð með Þúfu undir hest. Það er hann Hjalti Geir sem nú hefur hug á að eignast væntanlegt folald. 

En það má með sanni segja að "oft veltir lítil þúfa þungu hlassi." emoticon


28.06.2014 07:55

Hey!!

Á þessum árstíma snýst lífið um heyskap í Flóanum. Það er ýmist verið í heyskap eða verið að bíða eftir þurrki til þess að geta verið í heyskap. Það er annað hvort verið að bíða eftir að spretti nóg eða í angist horft á allt spretta úr sér.





Þetta sumarið spratt vel og snemma. Mér sýndist hér allt vera fullsprottið fyrir Jónsmessu. Það hefur hinsvegar ringt flesta daga og afköstin í heyskapnum ekki allveg í takti við sprettuna. Um síðustu helgi gerði þó þura daga og nú hefur hann stytt upp aftur. Best að fara að slá meira. emoticon

14.06.2014 22:36

Ný sveitarstjórn

Í dag rann út umboð þeirra sveitarstjórna sem kosnar voru fyrir rúmlega 4 árum og það fólk sem kosið var til sveitarstjórnar 31. maí s.l. fer nú með sveitarstjórnarvaldið. Ég reikna með að í flestu sveitarfélögum verði boðað til fyrsta fundar í vikunni. Fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa oddvita.

Ég læt nú af störfum sem oddviti sveitarstjórnar Flóahrepp. Ég hef gengt þeirri stöðu í átta ár eða tvö kjörtímabil. Þetta hefur verið bæði gefandi og skemmtilegur tími og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að sinna þessu í þennan tíma.

Á sínum tíma þegar ég gaf fyrst kost á mér í þetta reiknaði ég alltaf með að þetta væri krefjandi starf og ekki endilega alltaf þakklátt. Ég reiknaði með að það myndu skiptast á sigrar og ósigrar, ánægja og vonbrigði, gaman og alvara. Það má segja að það hafi í stórum dráttum allt gengið eftir. Maður gefur fyrst og fremst kost á sér í þetta vegna áhuga á að hafa áhrif á samfélagið sem maður lifir í.

Nú þegar maður hættir er mér efst í huga öll þau ánægulegu samskipti sem maður hefur átt við fjölda fólka á þessum vettvangi. Oddvitastarfið snýst fyrst og fremst um samskipti við fólk, bæði innan sveitar sem utan. Það eru samskipti við bæði samherja og andstæðinga í einstökum málum. Það eru samskipti við pólitískt kjörna fulltrúa og embættismenn og starfsmenn sveitarfélaganna og samtaka þeirra. 

Sá einstaklingur sem ég hef haft mest samskipi við og unnið mest með í öll þessi átta ár er Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri sem nú lætur einnig af störfum eftir nokkrar vikur. Ég er þeirra skoðunnar að Margrét sé mjög öflugur embættismaður sem vinnur mjög lausnamiðað að öllum verkefnum. 

Samstarf oddvita og sveitarstjóra þarf að vera gott og það hefur verið það í okkar tilfelli. Ég hef upplifað það þannig að milli okkar hafi strax í upphafi verið fullur trúnaður og gagnkvæmt traust og hreinskilni. 

Það hefur verið mér mikls virði í mínum störfum og ég þakka Margréti sérstaklega fyrir samstarfið öll þessi ár. 

08.06.2014 23:10

Líflegt þessa dagana.

Það er líflegt í mínum bæ þessa dagana. Hér dvelja öll börnin í Jaðarkoti í 10 daga á meðan foreldrar þeirra eru í brúðkaupsferð á Krít. 

Og það er ekki setið auðum höndum. Þó skólinn sé kominn í sumarfrí eru enginn vandræði að finna sér eitthvað að gera í sveitinni. Í sumarblíðunni er verið úti frá morgni til kvölds og sofið vel á nóttinni.



Sá yngsti, hann Hrafnkell Hilmar, fylgir gjarnan ömmu sinni til mjalta á kvöldin. Þar liggur hann sko ekki á liði sínu og tekur til hendinni eins og honum finnst helst þurfa. T.d. þegar mjaltatækin eru þrifin í lok mjalta. Þá er betra að vera ekki fyrir þegar hann af mikilli atorku þrífur vélarnar hátt og lágt. emoticon

26.05.2014 07:59

Tónlistaskólinn

Sveitarfélögin í Árnessýslu eiga og reka saman öflugan tónlistaskóla. Þar starfar hópur hæfileikaríkra kennara sem halda uppi metnaðarfullu starfi. Þó höfuðstöðvar skólans séu á Selfossi er jafnframt kennt víða um sýsluna. Mikil og góð samvinna er á milli Tónlistaskóla Árnesinga og Flóaskóla og þar stundar fjöldi nemenda tónlistarnám.

Í síðustu viku var ég við skólaslit tónlistaskólans í Flóaskóla. Haldnir voru skemmtilegir nemendatónleikar og prófskýrteini voru afhent. 





Hún Aldís Tanja í Jaðarkoti, sonardóttir mín, hóf nám í þverflautuleik í tónlistaskólanum í haust  Við skólaslitin afhenti Róbert A. Darling skólastjóri tónlistaskólans henni sérstaka viðurkenningu fyrir framfarir og ástundun í vetur.

Ekki laust við að afinn væri stoltur enda hafa afar alltaf leyfi til þess. emoticon



15.05.2014 23:32

15. maí

Fyrir 35 árum eða 15. maí 1979 túlofuðum við Kolbrún okkur. Við vorum þá bæði nýútskrifuð sem búfræðingar frá Hvanneyri og vorum full bjartsýni og tilhlökkunnar að takast á víð framtíðina. Hún átján og ég tvítugur.

Það truflaði okkur ekkert að vorið var kalt og snjóalög voru enn þónokkur eftir snjóþungan vetur. Við röltum í slidduhraglanda norður fyrir bæinn og settum upp hringana. Nokkrum vikum seinna tókum við svo grunn að íbúðarhúsinu, sem við búum í í dag,( Húsabætur () og "Fyrir og eftir" myndir () ) á þessum sama stað. Það var svo þrem árum seinna eða 15. maí 1982 sem við fluttum í húsið. 

En það var 10 árum áður eða 15. maí 1969 sem ég flutti í Flóann með foreldrum mínum og systkinum.. Það var líka með eindæmum kalt vor og í kjölfarið fylgdi eitt versta rosasumar sem um getur. Það var nú samt alls ekki til þess að begja foreldra mína. Þau tókust einharðlega á við verkefnið að reka búskap í Flóanum og ég held að þau hafi aldrei séð eftir því. 

Afi minn, Þórarinn Auðunsson ( Safn heimilda um æfi og störf Þórarins Auðunssonar ), fæddist 15 maí 1892. Honum kynntist ég reyndar aldrei því hann féll frá rúmelga einu og hálfu ári áður enn ég fæddist. 

Pabbi ( Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) () ), sem m.a. var umhugað um að halda minningu föður síns á lofti, hélt alltaf upp á daginn 15. maí. Hann flaggaði alltaf á þessum degi og fannst það vel við hæfi að nota þennan dag til að gera sér dagamun eða til einhverskonar tímamóta.

Það var því vel viðeigandi að nú í kvöld komum við nokkur af hans nánasta fólki saman  í kirkjugarðinum í Villingaholti og gengum frá duftkeri með síðustu jarðneskum leyfum hans í sérstökum duftkersreit í garðinum. 





 

10.05.2014 07:55

Framboð.... (og/eða eftirspurn??)

Á hádegi í dag rennur út frestur til þess að koma fram með framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara hér á landi eftir þrjár vikur.Ég vænti þess að í hverju sveitarfélagi hafi nú síðustu vikur og mánuði hópur fólks velt fyrir sér framboðsmálum.

Það er mikilvægt lýðræðisins vegna að sem flestir hafi skoðanir á því hvaða málefni eigi að leggja áherslu á í hverju sveitarfélagi og ekki síður hvaða mannskap sé best treystandi til að sitja í sveitarstjórn á hverjum stað.

Það er líka að mínu mati hverjum manni holt að velta þessum málum fyrir sér og leggja sitt af mörkum til síns samfélags. Ég mæli eindregið með því að fólk verji einhverjum tíma úr sinni æfi í störf fyrir sitt sveitarfélag með einum eða öðrum hætti. Ég mæli samt ekkert sérstaklega fyrir því að gera það að æfistarfi. 

Nú hafa tvö framboð kynnt framboðslista hér í Flóahreppi. Það er annars vegar T listinn sem bauð fram hér fyrir fjórum árum og svo nýtt framboð F listinn. Bæði þessi framboð hafa sent út kynningarbækling og einnig boðað til kynnigarfundar. 

Ég hvet alla kjósendur í Flóahrepp að kynna sér vel þá valkosti sem í boði verða. Ég get ímyndað mér að ekki endilega verði mikill málefna ágreiningur. E.t.v.snýst þetta frekar um fólkið og hvernig það vinnur að sínum verkefnum. 

Það breytir því samt ekki að ég á bara von á málefnlegri kosningabaráttu og sanngjörnum kosningaúrslitum. emoticon


29.04.2014 23:02

Það er komið sumar

Á sumardaginn fyrsta í síðustu viku fjölmenntum við afkomemdur pabba ( Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) () ) og okkar makar og tókum þátt í víðavangshlaupi Umf. Vöku. Þetta gerðum við til þess að heiðra minningu hans. Pabba var árleg þáttaka í þessu hlaupi hjartans mál. Hann tók fyrst þátt í því árið 1985, ef ég man rétt, og hljóp á hverju ári eftir það allt fram til 2013 en það var hans síðast hlaup.


Sumardagurinn fyrsti 2013. "Langi", Hrafnkell Hilmar og Sandra í Jaðarkoti koma í mark í víðavangshlaupi Umf. Vöku. Arnór Leví hefur áður lokið hlaupi og tekur á móti þeim við endamarkið.

Hans erindi var ætíð að fylgja ungum þáttakendum þessa vegalengd og fengu flest hans barnabörn og barnabarnabörn að njóta slíkra leiðsagnar í þessi tæpu 30 ár sem hann var þátttakandi 

Við vorum 35 sem tókum þátt í hlaupinu af hans fólki í ár. Í lok dags var komið saman hér í Kolsholti grillað í góða veðrinu.


Þórarinn bróðir við grillið


Hluti gestanna 


Það var þröngt á hlaðinu þegar allur hópurinn var kominn í Kolsholt.

Gleðilegt sumar !!  emoticon



21.04.2014 07:58

Uppskerubrestur og vöruskortur.

Í búskap er það bæði gömul saga og ný að það er ekki á vísan að róa með afkomuna. Það eru ýmist góðæri eða hallæri eða eitthvað þar á milli og þannig hefur það verið allt frá örófi alda.

Ég hef heyrt, að í gamalli bók hafi verið sagt frá því að einhver ráðunautur hafi ráðlagt það, að í góðæri væri hyggilegst að safna í hlöður og korngeymslur. Það myndi bara koma sér vel síðar þegar illa árar. Þeir sem tileinkuðu sér þessar leiðbeiningar, farnaðist mun betur þegar sjö hallæri komu í röð á eftir sjö ára góðæri. emoticon

Hér á bæ höfum við stundað svolitla kornrækt undanfarin ár. Byggið höfum við notað til fóðurs í mjólkurkýrnar og í nautaeldi síðustu vikur fyrir slátrun. Þetta hefur gengið þokkalega flest ár, misjafnlega þó

Þar sem verð fyrir umframmjólk hefur til skamms tíma ekki staðið undir miklum kostnaði höfum við í nokkur ár ekkert annað kjarnfóður keypt í kýrnar. Þær hafa eingöngu verið fóðraðar á heyi og heimaræktuðu byggi.

Nú er öldin önnur. Uppskerubrestur var í korninu s.l.haust og sú uppskera sem náðist aðeins brot af uppskeru síðustu ára.  (Svanasöngur..... ()) Á sama tíma gerist það að það vantar mjólk á markað (Meira smjör! ()) og fullu afurðarstöðvarverði er heitið fyrir alla mjólk sem lögð er inn, hvort sem hún er innan greiðlumarks eða umframmjólk.

Þetta hefur kallað á ný vinnubrögð og framkvæmdir hér á bæ. Í vetur settum við upp fóðursíló hér við fjósvegginn og frá því á þorra höfum við verið að kaupa kjarnfóður. Þá var bygguppskera haustsins uppurin. 



Í framhaldi af því settum við svo upp sjálfvirka kjarnfóðurbása í fjósið og hafa þeir nú verið teknir í notkunn.



Það kemur svo í ljós seinna hvenær þessar framkvæmdir og hvort þessi kjarnfóðurkaup eiga eftir að borga sig. emoticon  

14.04.2014 07:56

Hestafjör

Hún var stórglæsileg sýningin sem Æskulýðsnefnd Hestamannfélagsins Sleipnis var með í reiðhöllinni á Selfossi í gær. Það er til fyrirmyndar þegar hestamannfélög, sem og önnur íþróttafélög, leggja rækt við æskulýðsstarfið. 

Það gefur starfsemi félaganna margfalt gildi og þeir aðilar sem standa að æskulýðsstarfi, í hvaða félagi sem er, eiga mikið hrós skiliið. Hjá Sleipni er starfandi virk æskulýðsnefnd sem heldur uppi gríðalega öflugri starfsemi. 

Stór hópur barna og ungmenna hefur verið á námskeiðum hjá félaginu í vetur. Í gær var svo hestasýningin "Hestafjör 2014" þar sem sýningahópar frá félaginu sýndu ásamt ýmsum gestum.




Meðal gesta var fimleikaflokkur frá Hvammstanga sem sýndi listir sínar



Systkinin Kolbrún Katla og Hjalti Geir í Lyngholti voru einnig meðal þátttakenda. Hér fer Hjalti ríðandi á Undra fremstur í sínum sýningaflokki í gerfi " Zorró"

Kolbrún tók þátt í fánareið við setningu sýningarinnar.

04.04.2014 07:49

Ársreikningur 2013

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2013, ásamt endurskoðunnarskýrslu KPMG, var lagður fram til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi í vikunni. Niðurstaða rekstrar var nokkuð jákvæðari en áætlun gerði ráð fyrir eða tæpar 12 millj. kr. í plús.

Þar munar mestu að skatttekjur voru tæpum 40 millj. kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessi hækkun á skatttekjum kom aðallega í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Fjárhagsáætlun með þeim viðaukum sem gerðir voru á síðasta ári gerði ráð fyrir rúmlega 12 millj. kr. halla á rekstri sveitarfélagsins.

Sem fyrr þá kom stór hluti tekna Flóahrepps í gegnum jöfnunnarsjóðinn. Þetta hlutfall hefur samt minnkað á undanförnum árum um leið og hlutur útsvars og fasteignaskatts hefur aukist í heildarekjum sveitarfélagsins.

Í næstu viku, nánar tiltekið á miðv.kvöldið 9. apríl, verður íbúafundur hér í sveit. Fundurinn verður í Þingborg og hefst kl. 20:30. Þar mun ég m.a. kynna niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins.  

Annars er mér boðið á árshátíð í dag. 1. til 7 bekkur Flóaskóla heldur árshátíð sína í dag. Hún Aldís Tanja sonardóttir mín og nemandi í 3. bekk trúði mér fyrir því að það yrði rokkað feitt á þessari árshátíð. Ég hlakka bara til.  emoticon



30.03.2014 22:10

Árshátíð

Kúabændur héldu árshátíð sína í gærkvöldi í Bændahöllinni. Okkur Kolbrúnu fannst tilhlýðilegt að bregða fyrir okkur betri fætinum og mæta. Þetta var hin besta skemmtun enda kúabændur upp til hópa skemmtilegt fólk.



Boðið var upp á frábæra dagskrá, ljúffengan veislumat og fjörugan dansleik. 

Við brunuðum aftur austur í Flóa að lokinni skemmtun og tókum  morgunmjaltirnar í morgun. emoticon



26.03.2014 07:56

Höfn í Hornafirði

Ég sat stjórnarfund hjá SASS ( Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ) á mánudagskvöldið austur á Höfn í Hornafirði. Ég var kallaður til sem varamaður í forföllum stjórnarmanns.

Það er reyndar nokkuð ferðalag að fara austur á Höfn en farið var af stað á bíl héðan úr Flóanum um hádegi á mánudag. Stjórnarmenn voru svo teknir upp í bílinn á leiðinni. Við vorum kominn austur um hálf sex og hófst þá þegar stjórnarfundur.

Á fundinum var m.a.farið yfir drög að ársreikningi samtakanna, kynntar voru niðurstöður úr könnunum um húsmæðismál og um gjaldtöku í ferðaþjónustu á Suðurlandi, Stjórnin ályktaði um gjaldtökuna. Skýrt var frá stöðu verkefna úr sóknaráætlun á Suðurlandi og málefni almenningssamgangna á Suðurlandi voru rædd. ásamt ýmsu fleira.

Að loknum stjórnarfundi hittum við bæjarstjórn Hornafjarðar. Morguninn eftir ( í gærmorgun ) fór svo Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri með okkur í heimsókn á nokkra athyglisverða staði og kynnti fyrir okkur þá starfsemi sem þar fer fram. Þetta var bæði fróðleg og skemmtileg heimsókn og vel til fundið hjá stjórn SASS að funda svona vítt og breytt um þetta víðferma starfssvæði.

Um hádegi var svo keyrt aftur af stað heimleiðis. Nú var betra ferðaveður en á mánudaginn. Þá var nú varla hægt að ferðast fyrir hávaða roki og rigningu. Það var nú nokkur lífsreynsla að fara austur undir Eyjafjöllunum og um Öræfasveitina í suðaustan slagvirði á mánudaginn. Í gær var aftur á móti sól og blíða og nutum við sórbrotins útsýnis á leiðinni heim. emoticon  
Flettingar í dag: 349
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 609
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 144781
Samtals gestir: 25702
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:20:01
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar